Menntaráðstefna FEIF

Alþjóðleg menntaráðstefna FEIF verður haldin 25.-26.ágúst 2011 á Háskólanum á Hólum. Námskeiðið er opið fyrir hestafræðinga, tamningamenn, þjálfara á 1.-3.stigi Matrixunnar og alþjóðlega dómara FEIF. Alþjóðleg menntaráðstefna FEIF verður haldin 25.-26.ágúst 2011 á Háskólanum á Hólum. Námskeiðið er opið fyrir hestafræðinga, tamningamenn, þjálfara á 1.-3.stigi Matrixunnar og alþjóðlega dómara FEIF.

Þema ráðstefnunnar er:
Þjálfun knapans
Líkamlegt gildi knapans
Jafnvægi knapans, sæti og hreyfingar
Notkun ábendinga
Andleg þjálfun keppnisknapans

Fyrirlesarar ráðstefnunnar eru:
Daniel Stewart frá USA
Reiðkennarar Háskólans á Hólum

Skráning og upplýsingar er að finna á heimasíðunni http://www.holar.is/
Skrifstofa Landssambands hestamannafélaga mun einnig veita nánari upplýsingar um ráðstefnuna, disa@isi.is

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Skráningarfrestur rennur út 6.maí.

Dagskrá:
Sýnikennslur, fyrirlestrar og umræður á milli kl. 9:00-17:00.
25.ágúst – Reiðkennarar Háskólans á Hólum, http://www.holar.is/
26.ágúst – Daníel Stewart, http://www.stewartclinics.com/

Verð:
Ráðstefnugjald: 45.000kr
Gisting í 2ja manna herbergi 9.000kr
Gisting í 1 manns herbergi 14.000kr
Matur á meðan ráðstefnunni stendur 12.000kr
Fullt verð fyrir 1 manns herbergi 70.000kr
Fullt verð fyrir 2ja manna herbergi 65.000kr (á manninn)

Hægt er að bóka flug með Flugfélaginu Ernir, frá Reykjavík til Sauðárkróks, sjá http://www.holar.is/

Allar nánari upplýsingar gefur skrifstofa LH, s: 514-4030