Menntaráðstefna FEIF 10.-11.apríl 2010

Menntanefnd FEIF og Sportnefnd FEIF standa fyrir fyrstu sameiginlegu ráðstefnu sinni 10.-11.mars 2010 in Wurz, Suður-Þýskalandi. Þema ráðstefnunnar er yfirlína hesta og mun hinn þekkti Dr. Gerd Heuschmann halda fyrirlestra og sýnikennslu auk fleiri aðila, þar sem m.a. eftirfarandi atriði verða í skoðuð: Menntanefnd FEIF og Sportnefnd FEIF standa fyrir fyrstu sameiginlegu ráðstefnu sinni 10.-11.mars 2010 in Wurz, Suður-Þýskalandi. Þema ráðstefnunnar er yfirlína hesta og mun hinn þekkti Dr. Gerd Heuschmann halda fyrirlestra og sýnikennslu auk fleiri aðila, þar sem m.a. eftirfarandi atriði verða í skoðuð: •    Mikilvægi þess að hestar gangi í réttri yfirlínu á mismunandi gangtegundum
•    Hvernig skyldi meta hesta sem vinna í rangri yfirlínu?
•    Ójafnt afturfótaskref - hvað veldur því?
•    Áhrif rangrar yfirlínu, s.s. þegar hross fara á bak við beislið, á mismunandi gangtegundum

Dr. Gerd  Heuschmann hefur gefið út bókina ”Tug of War – Classical vs. “modern” Dressage”  - sem vakið hefur miklar umræður í hestaheiminum enda fjallað á skilmerkan hátt út frá hreyfingarfræði hestsins, hvernig hestur ætti að hreyfa sig, hvernig yfirlínan skyldi vera og hvar vandamál nútíma reiðmennsku oft liggja.

Hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um allan heim og nú gefst Íslandshestaknöpum og dómurum færi á að fá verðmætt innlegg þessa snjalla kennara í mál sem eru ekki síst í brennidepli í Íslandshestamennsku.
Frekari upplýsingar má fá hér: http://www.gerdheuschmann.com/

Ráðstefnugjald er einungis 230 Evrur, innifalið er auk ráðstefnudagskrárinnar, matur og ferðir til og frá ráðstefnuhótelunum. Til viðbótar kemur gisting og ferð.

Eftirfarandi hótel hafa verið forbókuð og þurfa ráðstefnugestir sjálfir að panta þar eða annars staðar.
 
Hotel am Hofgarten
Knorrstraße 18
92660 Neustadt/WN
Telefon +49 - (0)9602 -921 -0
Telefax +49 - (0)9602 - 85 48
E-Mail: Hotel-Am-Hofgarten@t-online.de
Gjald í evrum: single room: 50.-/double room: 70.-

Flair Hotel Grader
Freyung 39
D-92660 Neustadt/WN
Telefon +49 (0) 96 02 - 94 18-0
Telefax +49 (0) 96 02 - 28 42
E-Mail: rezeption@hotel-grader.de
Gjald í evrum: single room: 48-60.-/double room: 66-85.-

Skrifstofa LH tekur við skráningum en einnig er hægt að skrá sig í gegnum skrifstofu FEIF: office@feif.org

Endilega drífið í að skrá ykkur!
Takmarkaður fjöldi kemst að - Fyrstir koma fyrstir fá!

Fyrir hönd Menntanefndar FEIF,
Herdís Reynisdóttir.