Miðasala hafin á Uppskeruhátíð 2008

Þórarinn Eymundsson og frú
Þórarinn Eymundsson og frú
Hin árlega stórhátíð hestamanna, sjálf Uppskeruhátíðin, fer fram laugardaginn 8. nóvember nk. á Broadway í Reykjavík.Hin árlega stórhátíð hestamanna, sjálf Uppskeruhátíðin, fer fram laugardaginn 8. nóvember nk. á Broadway í Reykjavík.

 

Hin árlega stórhátíð hestamanna, sjálf Uppskeruhátíðin, fer fram laugardaginn 8. nóvember nk. á Broadway í Reykjavík. Dagskrá verður hefðbundin, útnefndir verða knapar ársins í öllum keppnisflokkum sem og hrossaræktarbú ársins 2008. Boðið verður upp á sprell og gaman yfir borðhaldi og svo mun stórhljómsveitin \"Í svörtum fötum\" leika fyrir dansi fram á nótt undir forystu orkuboltans Jónsa.

Matseðill kvöldsins er eftirfarandi:

Forréttur:     Sjávarréttasúpa með grillaðri hörpuskel
Aðalréttur:   Andabringa orange og lamb með appelsínusósu og rótargrænmeti
Eftirréttur:    Grillaður ananas með suðrænum ávöxtum

Miðasala er hafin hjá Broadway í síma 533 1100 og í miðasölu Broadway Ármúla 9, alla virka daga frá kl. 12-18.
Miðaverð er kr. 7.900 í borðhald og dansleik, en kr. 2.000 á dansleik frá miðnætti.
Hátíðin er öllum opin og fullvíst að engum mun leiðast í hópi hressustu hestamanna landsins!

Tryggðu sér miða í tíma því það er ALLTAF uppselt á þessa stórhátíð.

Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda

Á myndinni eru Þórarinn Eymundsson og kona hans Sigríður Gunnarsdóttir.