Myndbandssamkeppni FEIF 2020

Æskulýðsnefnd FEIF hefur efnt til alþjóðlegrar myndbandssamkeppni 2020 þar sem ungir hestaunnendur geta tekið þátt.
Æskulýðsnefnd LH heldur utan um forkeppni fyrir keppendur hér á landi. Keppnin er liðakeppni með 2-6 þátttakendum sem eru 18 ára og yngri og hafa brennandi áhuga á íslenska hestinum. Á hverju ári er valið þema fyrir keppnina og þar sem COVID’19 takmarkar að hægt sé að viðhalda eðlilegum venjum og skipulagi í hestahaldi og þjálfun er þemað í ár Dreaming of…. eða Dreymir um …… -> keppendur fylla upp í restina hugmyndum af einhverju til þess að dreyma um í þátíð, nútið eða framtíðinni og gera myndband um það.

Útfærsla þáttakenda er frjáls en það eru nokkur skilyrði sem eru listuð hér að neðan:

  •  Keppendur notast við myndir og/eða myndbönd
  • Myndbandslengd 3-5 min
  • Hver liðsfélagi þarf að hafa skýrt og vel skilgreint hlutverk
  • Að lágmarki 1 íslenskur hestur verður að sjást
  • Að lágmarki helmingur skráðs þáttakenda verður að sjást á myndbandinu
  • Tungumál: má vera frjálst en hafa þarf í huga að þetta er sýnt erlendis
  • Athugið að frágangur á myndbandinu er dæmdur, það þarf að koma fram titill, þátttakendur, dagsetning og staðsetning ásamt öðrum formlegum skilyrðum sem fylgir myndbandsgerð

Umsóknarfrestur er til 30. september 2020.   Hægt er að nálgast umsókn hér.
Dómarar geta valið úr forkeppni að senda allt að 5 video til FEIF til að keppa við erlend lið þar sem dómarar FEIF velja síðan alþjóðlegan sigurvega 2020.
Nokkuð sem hafa þarf í huga við gerð myndbands:

Tungumál: Það er valfrjáls hvaða tungumál en það er gott að hafa það í huga ef að myndbandið ykkar kemst áfram getur verið betra að hafa það á ensku eða allavega meirihlutann. Það eykur líkur á því að alþjóðlegir dómarar nái skilaboðum myndbandsins

Tónlist og höfundaréttur: Hafa þarf í huga reglur er varða höfundarétt á lögum. Reglur á youtube geta verið mismunandi á milli landa þannig að þó svo að tónlist virki á íslandi má vera að tónlist spilist ekki í öðrum löndum.

Vinsamlegast kynnið ykkur reglurnar og notið tónlist á ábyrgann hátt.

Vörumerkjanotkun - Þátttakendur eru beðnir um að forðast að gera vörumerkjum hátt undir höfði.

Hér að neðan er hægt að nálgast linka að eldri myndböndum sem hafa tekið þátt síðustu ár.
Þema Harmony, 2015
https://www.youtube.com/watch?v=WQJglJERuCU&list=PLMUr8r9ImvFcPVKyyTJ6PI5L0LFyLDK3N&index=3

Þema happiness, 2015  
https://www.youtube.com/watch?v=Ng0AXHL6uvg&list=PLMUr8r9ImvFcPVKyyTJ6PI5L0LFyLDK3N&fbclid=IwAR30hXz3AtyYC8KZuRJETfoiPwLcFyV_TuWadUMPKgfsh2d7CbnmwyxltGA

Þema happiness, 2015 
https://www.youtube.com/watch?v=lkxnPGKdvq0&list=PLMUr8r9ImvFcPVKyyTJ6PI5L0LFyLDK3N&index=2

Þema power, 2017
https://www.youtube.com/watch?v=bBp5pHEnPMc&fbclid=IwAR3WMBrn8g1sAiHLZlufhBp73K4F2otZTGQe6trcgJBdE40qgtjeYj8JsVg