Námskeið á vegum Léttis veturinn 2012-2013

Það er markmið fræðslunefndar að bjóða upp á fjölbreytt úrval reiðnámskeiða þannig að allir finni sér eitthvað við hæfi. Félagsmenn Léttis hafa forgang ef fleiri umsóknir berast en hægt er að anna en ef áhugi reynist lítill falla námskeiðin niður. Upplýsingar um kostnað og skipulag námskeiðanna verða auglýstar nánar síðar.

Það er markmið fræðslunefndar að bjóða upp á fjölbreytt úrval reiðnámskeiða þannig að allir finni sér eitthvað við hæfi. Félagsmenn Léttis hafa forgang ef fleiri umsóknir berast en hægt er að anna en ef áhugi reynist lítill falla námskeiðin niður. Upplýsingar um kostnað og skipulag námskeiðanna verða auglýstar nánar síðar.

 

Febrúar (s. hluti)       Þularnámskeið. Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á að taka að sér þularstörf á hestamótum. Farið í framsögn, reglur og fleira.

 

Febrúar-mars            Reiðnámskeið fyrir fullorðna hjá Linu Eriksson. Nemendum skipt í hópa sem mæta 5 sinnum, klukkutíma í senn. Nánar auglýst síðar.

 

9. – 10. mars               Einstaklingsmiðað helgarnámskeið með Rúnu Einarsdóttur. Nánar auglýst síðar.

 

5. – 6. apríl                 Skeiðreiðarnámskeið. Baldvin Ari Guðlaugsson kennir fólki að taka  til kostanna. Nánar auglýst síðar.

 

18. – 19. apríl             Reiðnámskeið með Sigurði Sigurðarsyni þar sem knapar njóta einkakennslu auk þess að vera saman tveir og tveir í tímum. Nánar auglýst síðar.

 

4. – 5. maí                   Centerd Riding námskeið með Lucile Bump og Sigrúnu Brynjarsdóttur. Lögð verður áhersla á Centerd Riding og gangtegundir, hvernig sætið og líkami knapans hefur áhrif á gæði gangtegunda. Lucile er heimskunnur reiðkennari, lærisveinn Sally Swift, sem skrifaði bókina Centered Riding. Nánar auglýst síðar.

 

Maí                             Ég vil – Ég get – Ég þori, námskeið hjá Sigrúnu Sigurðardóttur fyrir byrjendur, fólk sem hefur lent í hremmingum á hestbaki, og svo fólk sem er að byrja aftur í hestamennsku eftir að hafa tekið sér hlé í lengri eða skemmri tíma. Námskeiðið gengur út á að byggja upp sjálfstraustið.. Námskeiðið er ætlað Nánar auglýst síðar.