Námskeið hjá Létti

Léttir býður uppá ýmis námskeið í vetur, hér eru þau fyrstu:

Námskeið með Birnu Tryggvadóttur reiðkennara fyrir börn, unglinga og ungmenni.

Námskeiðið er haldið aðra hvora helgi frá 17. janúar til 26. apríl, samtals 8 helgar. Kennt er bæði laugardaga og sunnudaga. Kennt er í 45 mínútur og eru 2 saman í tíma

Námskeiðið kostar 12.000 kr. á mánuði og rukkast í byrjun hvers mánaðar.

Skráning er til 14. janúar.

_______________________________________________________________________

Námskeið með Camilla Hoj reiðkennara fyrir byrjendur, bæði börn og unglinga og fullorðna (sitt hvort námskeiðið) og einnig ævintýranámskeið fyrir börn og unglinga.

Á byrjenda námskeiðunum er farið fyrir helstu atriði varðandi ásetu, stjórnum og gangtegundir

Ævintýranámskeiðið byggist á jafnvægi, auka fjölbreytni og að hafa gaman. Farið verður í þrautir, hindrunarstökk og fleira, allt eftir getu þátttakenda.

Börn byrjendur – kennt á mánudögum kl. 18:00 í 5 skipti – kostar 10.000 kr.

Börn og unglingar ævintýranámskeið – kennt á mánudögum kl. 19:00 í 5 skipti – kostar 10.000 kr.

Fullorðnir byrjendur – kennt á mánudögum kl. 20:00 í 5 skipti – kostar 15,000 kr.

Námskeiðin hefjast 26. janúar og líkur skráningu 23. janúar

_________________________________________________________________________

Skráning er á lettir@lettir.is og taka þarf fram kennitölu knapa, kennitölu greiðanda og á hvaða námskeið er verið að skrá á.

Léttir áskilur sér rétt til að breyta tímasetningu og/eða fella námskeiðið niður ef ekki næst næg þátttaka.

Æskulýðsnefnd og Fræðslunefnd Léttis