Námskeið í minningu Reynis Aðalsteinssonar

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands kynnir námskeiðið: "Í þágu hestsins - Þjálfun hestsins verður að taka mið af líkamsbyggingu hans". Námskeiðið verður haldið á Hvanneyri 27.-28.júlí.

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands kynnir námskeiðið: "Í þágu hestsins - Þjálfun hestsins verður að taka mið af líkamsbyggingu hans". Námskeiðið verður haldið á Hvanneyri 27.-28.júlí.

Fyrirlesari er Dr. Gerd Heuschmann, hestafræðingur, hestamaður og dýralæknir
Dr. Gerd Heuschmann er þýskur dýralæknir sem hefur sérhæft sig í hreyfifræði hesta og á afleiðingum rangrar þjálfunar á heilbrigði og velferð. Hann er ötull talsmaður þess að þjálfun sé í fullri samvinnu við hestinn sjálfan og hefur talað gegn hverskonar þvingunum við þjálfun. Heuschmann hefur haldið námskeið og fyrirlestra víða um heim. Hann er höfundur bókanna: „Tug of War: Classical versus „Modern” dressage“ og „Balancing act: The horse in sport-an irreconcilable conflict“ og DVD myndarinar „If horses could speak“ (60 min).


Námskeiðið er haldið í minningu Reynis Aðalsteinssonar sem í sinni reiðmennsku lagði mikla áherslu á samvinnu og sanngirni við þjálfun hestsins og lagði áherslu á að ná fram léttleika í taumsambandi.
Hér býðst einstakt tækifæri fyrir dýralækna, járningamenn og aðra hestamenn sem hugsa um dýravelferð, að læra um gildi þjálfunaraðferða í meðferð hrossa. Dr. Gerd Heuschmann mun varpa skýrari ljósi á hvað gerist í líkama hestsins við ranga þjálfun og síðan við rétta þjálfun út frá líkamsbyggingu og þjálfunarfræðilegu sjónarmiði (Biomechanik). Þetta er því frábært tækifæri til að fræðast af einum helsta sérfræðingi á þessu sviði og ekki síst að koma saman og skiptast á skoðunum.
Sjá dagskrá á vefnum www.lbhi.is undir Endurmenntun og námskeið (Námskeið í tímaröð)