Námskeið um fortamningar hrossa

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á eins dags námskeið í fortamningum hrossa með Antoni Páli Níelssyni, reiðkennara. Á námskeiðinu verður m.a. farið í gegnum fyrstu nálgun við tryppið, hvernig það er gert bandvant og undirbúið undir frumtamningu. Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á eins dags námskeið í fortamningum hrossa með Antoni Páli Níelssyni, reiðkennara. Á námskeiðinu verður m.a. farið í gegnum fyrstu nálgun við tryppið, hvernig það er gert bandvant og undirbúið undir frumtamningu. Námskeið þetta er ætlað öllu áhugafólki um íslenska hestinn og reiðmennsku. Það nýtist sérstaklega vel þeim sem eru að temja sín tryppi sjálf og einnig þeim sem senda sín tryppi í frumtamningu en með því að fortemja tryppin áður en þau eru send í tamningu má ná niður kostnaði. Einnig má gera alla almenna vinnu við tryppin (ormalyfjagjafir, hófhirðu og fl.) þægilegri og ánægjulegri með því að fortemja þau.  Námskeiðið verður á formi fyrirlesturs og sýnikennslu.

Kennari: Anton Páll Níelsson, reiðkennari og tamningamaður.

Staður og stund: lau. 24. október, kl. 10:00 – 16:00 (7 kennslustundir)  á Mið-Fossum í Borgarfirði.

Verð: 8000 kr.  Innifalið kennsla og veitingar í hádegi.

Skráningar: endurmenntun@lbhi.is  (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími) eða í síma 433 5000.
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590.

Með kveðju
Frá Endurmenntun LbhÍ
www.lbhi.is/namskeid