Spennan var í hámarki á Brávöllum um helgina þegar úrslit Íslandsmeistaramótsins fóru fram. Reiðmennskan var í hæsta gæðaflokki og sýningarnar voru hver annari betri. Fyrstur til að tryggja sér Íslandsmeistara var Benedikt Ólafsson og Leira-Björk frá Naustum III, þau eru Íslandsmeistarar ungmenna í Gæðingaskeiði með einkunnina 8,5. Fullorðinsflokkinn sigraði Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum með 9,0 er þetta þriðja árið í röð sem bæði Benedikt og Elvar tryggja sér þennan titil og báðir með hærri einkunn en áður.
Næstur á verðlaunapall í fullorðinsflokki var Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk þeir sigruðu 250m skeiðið á tímanum 21,48. Konráð var líka með annan besta tíman á Tangó frá Litla-Garði á tímanum 21,71. Konráð varð einnig Íslandsmeistari í 150m skeiði á Kjark frá Árbæjarhjáleigu II á tímanum 14,14 og með 7,86 í einkunn. Er þetta níundi Íslandsmeistaratitill Konráðs og Kjarks en þeir hafa áður sigrað 250m skeið og 100m flugskeið. Sigurvegari 100m flugskeiði var Teitur Árnason og Drottning frá Hömrum II á tímanum 7,19.
Sigurvegari í ungmennaflokk í 250m skeiði var Jón Ársæll Bergmann og Rikki frá Stóru-Gröf ytri á tímanum 21,98 og í 150m skeiði var það Sigrún Högna Tómasdóttir og Funi frá Hofi sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð á tímanum 15,09. Í 100 flugskeiði var það Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir og Ylfa frá Miðengi sem sigruðu á tímanum 7,34 þær urðu einnig Íslandsmeistarar árið 2021.
Jóhanna Margrét Snorradóttir og Bárður frá Melabergi tryggðu sér þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð í fjórgangi fullorðinna með einkunnina 8,30. Þau urðu einnig Íslandsmeistarar í T1 með einkunnina 9,11. Íslandsmeistari í fjórgangi ungmenna varð Jón Ársæll Bergmann og Frár frá Sandhól með einkunnina 7,87 hann varð einnig Íslandsmeistari í T1 með einkunnina 7,72. Það voru þó þau Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kvarði frá Pulu sem sigruðu T1 með einkunnina 8,11 en Herdís er enn í unglingaflokk og var að keppa upp fyrir sig í aldri og hampar því ekki titlinum að þessu sinni.
Úrslitin í fimmgangi voru einkar spennandi og hnífjöfn en að lokum var það Teitur Árnason Atlas frá Hjallanesi 1 sem sigruðu en hann og Þórarinn Eymundsson og Þráinn frá Flagbjarnarholti voru jafnir í fyrsta til öðru sæti með einkunnina 7,74. Rétt á eftir þeim voru svo jafnir í 3-4 sæti Hans Þór Hilmarsson og Ölur frá Reykjavöllum og Þorgeir Ólafsson Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu með einkunnina 7,71.
Ungmennaflokkurinn var ekki síður spennandi en hann sigraði Glódís Rún Sigurðardóttir og Salka frá Efri- Brún með einkunnina 7,60. Í öðru sæti urðu Þórgunnur Þórarinsdóttir og Djarfur frá Flatatungu en þau sigruðu B-úrslitin. Þetta er annað árið í röð sem Glódís sigrar fimmganginn.
Í slaktaumatöltinu var það enn og aftur Teitur Árnason sem stóð uppi sem sigurvegari. Hann og Njörður frá Feti hlutu einkunnina 8,42 og deildu fyrsta til öðru sæti með Ásmundi Erni Snorrasyni og Hlökk frá Strandarhöfði. Eftir sætaröðun dómara stóð Teitur uppi sem sigurvegari í sinni þriðju keppnisgrein á mótinu. Íslandsmeistari ungmenna varð Arnar Máni Sigurjónsson Arion frá Miklholti með einkunnina 8,08 en þetta er annað árið í röð sem Arnar og Arion vinna þennan titil.
Samanlagðir sigurvegarar í fullorðinsflokki voru í fjórgangi: Jóhanna Margrét Snorradóttir og Bárður frá Melabergi. Fimmgangs sigurvegari: Jakob Svavar Sigurðsson og Nökkvi frá Hrísakoti.
Samanlagðir sigurvegarar í ungmennaflokki í fjórgangi voru: Jón Ársæll Bergmann og Frár frá Sandhól. Fimmgangs sigurvegari: Katla Sif Snorradóttir og Gimsteinn frá Víðinesi 1.
Niðurstöður A úrslit
Tölt - T1 Fullorðinsflokkur
1 Jóhanna Margrét Snorradóttir / Bárður frá Melabergi 9,11
2 Viðar Ingólfsson / Þór frá Stóra-Hofi 8,78
3 Páll Bragi Hólmarsson / Vísir frá Kagaðarhóli 8,72
4 Jakob Svavar Sigurðsson / Tumi frá Jarðbrú 8,67
5 Teitur Árnason / Sigur frá Laugarbökkum 8,50
6 Helga Una Björnsdóttir / Fluga frá Hrafnagili 8,22
7 Daníel Jónsson / Heiður frá Eystra-Fróðholti 7,89
Tölt - T1 Ungmennaflokkur
1 Herdís Björg Jóhannsdóttir / Kvarði frá Pulu 8,11
2 Jón Ársæll Bergmann / Frár frá Sandhól 7,72
3 Signý Sól Snorradóttir / Kolbeinn frá Horni I 7,67
4-5 Védís Huld Sigurðardóttir / Ísak frá Þjórsárbakka 7,56
4-5 Egill Már Þórsson / Assa frá Miðhúsum 7,56
6 Benedikt Ólafsson / Biskup frá Ólafshaga 7,44
7 Sigurður Baldur Ríkharðsson / Trymbill frá Traðarlandi 7,39
Slaktaumatölt – T2 Fullorðinsflokkur
1-2 Teitur Árnason / Njörður frá Feti 8,42
1-2 Ásmundur Ernir Snorrason / Hlökk frá Strandarhöfði 8,42
3 Jakob Svavar Sigurðsson / Hilmir frá Árbæjarhjáleigu II 7,92
4 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir / Flóvent frá Breiðstöðum 7,88
5 Mette Mannseth / Blundur frá Þúfum 7,62
6 Viðar Ingólfsson / Eldur frá Mið-Fossum 6,92
Slaktaumatölt – T2 Ungmennaflokkur
1 Arnar Máni Sigurjónsson / Arion frá Miklholti 8,08
2-4 Matthías Sigurðsson / Dýri frá Hrafnkelsstöðum 1 7,71
2-4 Signý Sól Snorradóttir / Rafn frá Melabergi 7,71
2-4 Védís Huld Sigurðardóttir / Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 7,71
5 Glódís Rún Sigurðardóttir / Breki frá Austurási 7,25
6 Kristófer Darri Sigurðsson / Tangó frá Heimahaga 7,21
7 Selma Leifsdóttir / Hjari frá Hofi á Höfðaströnd 6,46
Fimmgangur – F1 Fullorðinsflokkur
1-2 Teitur Árnason / Atlas frá Hjallanesi 1 7,74
1-2 Þórarinn Eymundsson / Þráinn frá Flagbjarnarholti 7,74
3-4 Hans Þór Hilmarsson / Ölur frá Reykjavöllum 7,71
3-4 Þorgeir Ólafsson / Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu 7,71
5 Jakob Svavar Sigurðsson / Nökkvi frá Hrísakoti 7,62
6 Sara Sigurbjörnsdóttir / Flóki frá Oddhóli 6,83
Fimmgangur – F1 Ungmennaflokkur
1 Glódís Rún Sigurðardóttir / Salka frá Efri-Brú 7,60
2 Þórgunnur Þórarinsdóttir / Djarfur frá Flatatungu 7,14
3 Arnar Máni Sigurjónsson / Fluga frá Lækjamóti 6,86
4 Védís Huld Sigurðardóttir / Heba frá Íbishóli 6,76
5 Þorvaldur Logi Einarsson / Skálmöld frá Miðfelli 2 6,62
6 Katla Sif Snorradóttir / Gimsteinn frá Víðinesi 1 6,14
Fjórgangur – V1 Fullorðinsflokkur
1 Jóhanna Margrét Snorradóttir / Bárður frá Melabergi 8,30
2-3 Sara Sigurbjörnsdóttir / Fluga frá Oddhóli 7,90
2-3 Elin Holst / Frami frá Ketilsstöðum 7,90
4 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir / Flóvent frá Breiðstöðum 7,70
5 Teitur Árnason / Auðlind frá Þjórsárbakka 7,60
6 Hans Þór Hilmarsson / Fákur frá Kaldbak 7,53
7 Helga Una Björnsdóttir / Hnokki frá Eylandi 7,40
Fjórgangur – V1 Ungmennaflokkur
1 Jón Ársæll Bergmann / Frár frá Sandhól 7,87
2 Signý Sól Snorradóttir / Kolbeinn frá Horni I 7,57
3 Kristófer Darri Sigurðsson / Ölver frá Narfastöðum 7,47
4 Katla Sif Snorradóttir / Logi frá Lundum II 7,07
5 Hekla Rán Hannesdóttir / Grímur frá Skógarási 7,00
6 Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Aðgát frá Víðivöllum fremri 6,93
Flugskeið 100m P2 - Fullorðinsflokkur
Sæti Keppandi Hross Betri sprettur Einkunn
1 Teitur Árnason Drottning frá Hömrum II 7,19 8,75
2 Ingibergur Árnason Sólveig frá Kirkjubæ 7,25 8,64
3 Þorgeir Ólafsson Hátíð frá Sumarliðabæ 2 7,31 8,53
4 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 7,32 8,51
5 Hans Þór Hilmarsson Jarl frá Þóroddsstöðum 7,36 8,44
Flugskeið 100m P2 - Ungmennaflokkur
Sæti Keppandi Hross Betri sprettur Einkunn
1 Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir Ylfa frá Miðengi 7,34 8,47
2 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri 7,37 8,42
3 Kristófer Darri Sigurðsson Gnúpur frá Dallandi 7,67 7,87
4 Þórey Þula Helgadóttir Þótti frá Hvammi I 7,72 7,78
5 Þórgunnur Þórarinsdóttir Gullbrá frá Lóni 7,73 7,76
Skeið 150m P3 - Fullorðinsflokkur
Sæti Keppandi Hross Betri sprettur Einkunn
1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 14,14 7,86
2 Þórarinn Ragnarsson Bína frá Vatnsholti 14,28 7,72
3 Ingibergur Árnason Flótti frá Meiri-Tungu 1 14,32 7,68
4 Þorgeir Ólafsson Hátíð frá Sumarliðabæ 2 14,41 7,59
5 Sigurður Heiðar Birgisson Hrina frá 14,41 7,59
Skeið 150m P3 - Ungmennaflokkur
Sæti Keppandi Hross Betri sprettur Einkunn
1 Sigrún Högna Tómasdóttir Funi frá Hofi 15,09 6,91
2 Embla Þórey Elvarsdóttir Tinni frá Laxdalshofi 16,99 5,01
Skeið 250m P1 – Fullorðinsflokkur
Sæti Keppandi Hross Betri sprettur Einkunn
1 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 21,48 8,82
2 Konráð Valur Sveinsson Tangó frá Litla-Garði 21,71 8,63
3 Daníel Gunnarsson Eining frá Einhamri 2 21,76 8,59
4 Ingibergur Árnason Sólveig frá Kirkjubæ 21,79 8,57
5 Hans Þór Hilmarsson Jarl frá Þóroddsstöðum 21,82 8,54
Skeið 250m P1 – Ungmennaflokkur
Sæti Keppandi Hross Betri sprettur Einkunn
1 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri 21,98 8,42
2 Kristófer Darri Sigurðsson Gnúpur frá Dallandi 22,58 7,94
3 Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir Ylfa frá Miðengi 24,15 6,68
4 Matthías Sigurðsson Tign frá Fornusöndum 24,49 6,41
5 Þorvaldur Logi Einarsson Skíma frá Syðra-Langholti 4 24,77 6,18