NM 2018 - Miðvikudagur 08.08

Landslið Íslands á Norðurlandamóti í Svíþjóð 2018
Landslið Íslands á Norðurlandamóti í Svíþjóð 2018

Á þriðjudag hófst keppni á Norðurlandamóti og áttum við Íslendingar fyrsta knapa í braut, það var hann Egill Már Þórsson sem reið sig beint inn í a-úrslit í fimmgangi ungmenna. Hestakostur mótsins er mjög góður og hefur forkeppni gengið vel hjá okkar liði. Í dag (miðvikudag) fór fram forkeppni í gæðingakeppni ungmenna og B-flokki og komust allir íslensku hestarnir þar inn í úrslit. Síðan fór fram forkeppni í slaktaumatölti og þar skaut Reynir Örn sér í annað sæti með Spóa frá Litlu-Brekku og einkunn upp á 7,73.  Seinasta forkeppni í dag var síðan tölt ungmenna og þar reið Arnór Dan Kristinson Roða frá Garði í 7,27 og eru þeir þriðju en öll ungmenni sem riðu T1 komust í úrslit. Á morgun fer fram forkeppni í T2 ungmenna, T1 fullorðina, gæðingaskeiði og A-flokki. 

Haukur Tryggvason og Orka frá Feti

Öll úrslit, dagskrá og ráslista mótsins má finna á www.isresultat.se 

Eftirfarandi knapar eru komnir í úrslit í sínum greinum: 

 

Fimmgangur 

Egill Már Þórsson og Dofri frá Steinnesi í F1 ungmenna

Valdís Björk Guðmundsdóttir og Skorri från Fjalarstorp í F1 ungmenna

Védís Huld Sigurðardóttir og Krapi frá Fremri-Gufudal í F1 unglinga

Askja Ísabel og Sjór frá Ármóti í F1 unglinga 

Viðar Ingólfsson og Agnar frá Ulbæk í F1 

Teitur Árnason og Frami frá Hrafnsholti í F1 

Þórður Þorgeirsson og Baldur frá Skúfslæk í F1

 

Fjórgangur

Arnór Dan Kristinsson og Roði frá Garði í V1 ungmenna

Glódís Rún Sigurðardóttir og Úlfur frá Hólshúsum í V1 ungmenna

Viktoría Eik Elvarsdóttir og Framsýn frá Oddhóli í V1 ungmenna

Katla Sif Snorradóttir og Eiður frá Ármóti í V1 ungmenna

Haukur Tryggvason og Orka frá Feti í V1 

 

GDT - Gæðingakeppni Unglingaflokkur 

Arnar Máni Sigurjónsson og Hlekkur frá Bjarnarnesi 

Selma Leifsdóttir og Darri frá Hjarðartúni 

 

GDB - Gæðingakeppni B-flokkur 

Sigurður Óli Kristinsson og Feykir frá Háholti 

Sölvi Sigurðarson og Leggur frá Flögu 

Sigurður Sigurðarson og List frá Langstöðum 

Tryggvi Björnsson og Bastían frá Þóreyjarnúpi 

 

T2 - Slaktaumatölt 

Reynir Örn Pálmason - Spói frá Litlu-Brekku 

T1 - Tölt 

Védís  Huld Sigurðardóttir og Krapi frá Fremri-Gufudal í T1 unglingaflokki

Arnór Dan Kristinsson og Roði frá Garði í T1 ungmennaflokki 

Katla Sif Snorradóttir og Eiður frá Oddhóli í T1 ungmennaflokki 

Egill Már Þórsson og Dofri frá Steinnesi í T1 ungmennaflokki 

Valdís Björk Guðmundsdóttir í T1 ungmennaflokki 

 Arnór Dan Kristinsson og Roði frá Garði