NM2014 í Herning

Landssamband hestamannafélaga hefur að tillögu landsliðsnefndar LH ráðið Pál Braga Hólmarsson sem liðsstjóra íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og gildir samningurinn fyrir Norðurlandamótið í Herning í Danmörku í sumar. Páll Bragi mun hefja vinnu og undirbúning NM2014 strax. 

Landsliðsnefnd LH minna á umsóknarfrest til þátttöku á NM: Norðurlandmót í hestaíþróttum verður haldið dagana 30.07 -3.08 2014 í Herning í Danmörku.  Í Herning  eru aðstæður góðar og keppnisvæðið mjög skemmtilegt. 

Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum hestaíþrótta í tveimur aldurflokkum:


•    15 - 21 árs (21 árs á árinu) - Unglingar og ungmenni, alls 8.


•    22 ára og eldri – Fullorðnir, alls 10.



Þeir sem hafa áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd á mótinu eru vinsamlegast beðnir um að senda inn umsókn.

Í umsókninni þarf að koma fram: Nafn, heimilisfang, sími, aldur og netfang. Einnig þarf að koma fram keppnisreynsla umsækjanda og telja þarf upp helstu afrek á keppnisvellinum.
 Knapar útvega sér hross fyrir mótið sjálfir, í samráði við liðsstjóra, en hægt er að aðstoða ungmenni ef þess gerist þörf.
 Við hvetjum sem flesta til að sækja um en reynsla af þátttöku á Norðurlandamóti er frábært veganesti fyrir alla hestaíþróttamenn og konur.

Bréflega: Landssamband hestamannafélaga, Engjavegur 6, 104 Reykjavík.


Tölvupóstur: lidsstjori@lhhestar.is

Allar upplýsingar um mótið er hægt að fá á skrifstofu LH í síma 514 4030 eða hafa samband við Pál Braga í síma 897-7788.

Landssamband hestamannafélaga