Norðurlandamótinu í Herning lokið

Mynd: Matilde Bogh/nm2014.dk
Mynd: Matilde Bogh/nm2014.dk

Flottu Norðurlandamóti lauk á sunnudaginn í Herning í Danmörku. Jóhann Rúnar Skúlason varði Norðurlandameistara tilil sinn í tölti á Snugg fra Grundet Hus og Reynir Örn Pálmason náði silfrinu á Tón frá Melkoti. Þá varð Agnar Snorri Stefánsson á Al frá Lundum II í öðru sæti í slaktaumatölti. Daníel Ingi Smárason sigraði í 250m skeiði á Blæng frá Árbæjarhjáleigu og Bergþór Eggertsson og Lotus frá Aldenhoor hlutu bronsið í bæði 100m og 250m skeiði.

Þrátt fyrir að felst öll ungmennin voru á lánshestum, þá stóðu þau sig vel og Þórdís Inga Pálsdóttir á Meyvant frá Feti gerði sér lítið fyrir og sigraði slaktaumatölt ungmenna. Brynja Kristinsdóttir á Tryggva Geir frá Steinnesi sigraði B-úrslit í fjórgangi umgmenna og endaði síðan í 4. sæti í A-úrslitunum og Fríða Hansen á Hamri frá Litla-Hamri sigraði B-úrslitin í tölti ungmenna.

Sú nýbreytni var síðan á Norðurlandamótinu í ár, að keppt var í Gæðingakeppni sem hliðargrein. Feðginin Sigurður Óli Kristinsson og Guðmunda Ellen Sigurðardóttir sigruðu sína flokka, Sigurður í A-flokki á Vá frá Vestra-Fíflholti og Guðmunda Ellen í Ungmennaflokki á Glúm frá Svarfhóli og Agnar Snorri Stefánsson á Fim fra Egholm varð í öðru sæti í B-flokki.

Öll úrslit mótsins er að finna á heimasíðu mótsins www.nm2014.dk en hér fyrir neðan má sjá allar helstu niðurstöður hjá íslenska liðinu. 

NM 2014
T1 – Tölt
1. Jóhann Rúnar Skúlason – Snugg fra Grundet Hus (8,28)
2. Reynir Örn Pálmason – Tónn frá Melkoti (8,06)
7. Guðmundur Fr. Björgvinsson – Herkules fra Pegasus (7,72)
10. Kristján Magnússon – Sölvi frá Ingólfshvoli (6,28)

T1 – Ungmenni
6. Fríða Hansen – Hamar frá Litla-Hamri (7,16)
9. Guðmunda Ellen Sigurðardóttir – Óskar frá Akureyri (6,67)

T2 – Slaktaumatölt
2. Agnar Snorri Stefánsson – Alur frá Lundum II (7,92)

T2 – Ungmenni
1. Þórdís Inga Pálsdóttir – Meyvant frá Feti (7,80)
8. Ellen Ýr Gunnlaugsdóttir – Þeyr frá Guldbæk (6,37)
10. Svandís Lilja Stefánsdóttir – Lilja från Lindvallen (5,12)

F1 – Fimmgangur
4. Agnar Snorri Stefánsson – Alur frá Lundum II (6,76)
6. Styrmir Árnason – Skuggi frá Hofi I (6,43)
10. Eyjólfur Þorsteinsson – Kraftur frá Efri-Þverá (6,53)

V1 – Fjórgangur
4. Guðmundur Fr. Björgvinsson – Herkules fra Pegasus (7,37)
6. Jóhann Rúnar Skúlason – Snugg fra Grundet Hus (6,87)
8. Kristján Magnússon – Sölvi frá Ingólfshvoi (7,07)
10. Snorri Dal – Vignir frá Selfossi (6,63)

V1 – Ungmenni
4. Brynja Kristinsdóttir – Tryggvi Geir frá Steinnesi (6,90)
9. Guðmunda Ellen Sigurðardóttir – Óskar frá Akureyri (6,27)
10. Þórdís Inga Pálsdóttir – Meyvant frá Feti (6,17)

P1 – 250m skeið
1. Daníel Ingi Smárason – Blængur frá Árbæjarhjáleigu (22,01)
3. Bergþór Eggertsson – Lotus fra Aldenhoor (22,35)
14. Ásdís Ósk Elvarsdóttir – Seifur frá Kvistum (25,70)

P2 – 100m flugskeið
3. Bergþór Eggertsson – Lotus fra Aldenghoor (7,79)

PP1 – Gæðingaskeið
7. Ásdís Ósk Elvarsdóttir – Seifur frá Kvistum (6,25)
8. Eyjólfur Þorsteinsson – Kraftur frá Efri-Þverá (6,21)

Gæðingakeppni
A-flokkur
1. Sigurður Óli Kristinsson – Vár frá Vestra-Fíflholti (8,96)
5. Elvar Einarsson – Valur frá Keldudal (8,48)

B-flokkur
2. Agnar Snorri Stefánsson – Fimur fra Egholm (8,72)

Ungmennaflokkur
1. Guðmunda Ellen Sigurðardóttir – Glúmur frá Svarfhóli (8,55)

Landssambandið óskar knöpunum til hamingju með árangurinn og vill jafnframt þakka eftirfarandi styrkaraðilum stuðninginn.

  • Lífland
  • VÍS
  • Samskip
  • Kerckhaert
  • Íslandsbanki / ERGO
  • Icelandair Cargo