Nýr A-landsliðshópur í hestaíþróttum

Frá hægri: Ísólfur Líndal aðstoðarlandsliðsþjálfari, Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari, Jakob S…
Frá hægri: Ísólfur Líndal aðstoðarlandsliðsþjálfari, Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari, Jakob Svavar Sigurðsson, Sigursteinn Sumarliðason, Eyrúr Ýr Pálsdóttir, Benjamín Sandur Ingólfsson, Jóhanna Margrét Snorradóttir, Teitur Árnason, Ragnhildur Haraldsdóttir, Sara Sigurbjörnsdóttir, Viðar Ingólfsson, Helga Una Björnsdóttir, James Faulkner, Elvar Þormarsson, Konráð Valur Sveinsson, Hans Þór Hilmarsson, Ásmundur Ernir Snorrason, Árni Björn Pálsson, Guðmundur Björgvinsson, Bergþór Eggertsson.

Í dag kynntu landsliðsþjálfarar A-landsliðsins í hestaíþróttum nýjan landsliðshóp fyrir komandi tímabil.

Það er óhætt að segja að það hafi verið létt yfir liðsmönnum hópsins sem hittust í Bláa Lóninu sem er einn af aðalstyrktaraðilum liðsins, og veðrið skartaði sínu allra fegursta þegar hópurinn var kynntur á blaðamannfundinum í dag.

Það er hörkuár framundan hjá landsliðinu okkar og ljóst að það verður í mörg horn að líta með hápunkt ársins á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi í ágúst.

Fram að því verður heilmikið starf í gangi hjá landsliðinu og landsliðsnefnd við undirbúning fyrir HM.

Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari og Ísólfur Líndal Þórisson aðstoðarþjálfari kynntu liðið og útskýrðu valið á hverjum knapa í þaula.

Hópurinn að þessu sinni samanstendur af 18 knöpum alls. Þar af eru fjórir ríkjandi heimsmeistarar sem hafa sæti í liðinu til þess að verja titla sína á heimsmeistaramótinu í Hollandi í sumar og fjórtán liðsmenn valdir af þjálfurum.

Hópurinn fyrir starfsárið 2023 samanstendur af eftirfarandi knöpum:

Titilverjendur:
Benjamín Sandur Ingólfsson ríkjandi heimsmeistari í gæðingaskeiði ungmenna.
Guðmundur Björgvinsson ríkjandi heimsmeistari í 250 m skeiði
Konráð Valur Sveinsson ríkjandi heimsmeistari í 100 m skeiði
Teitur Árnason ríkjandi heimsmeistari í gæðingaskeiði

Val landsliðsþjálfara
Árni Björn Pálsson
Ásmundur Ernir Snorrason
Bergþór Eggertsson
Elvar Þormarsson
Eyrún Ýr Pálsdóttir
Hans Þór Hilmarsson
Helga Una Björnsdóttir
Jakob Svavar Sigurðsson
James Faulkner
Jóhanna Margrét Snorradóttir
Ragnhildur Haraldsdóttir
Sara Sigurbjörnsdóttir
Sigursteinn Sumarliðason
Viðar Ingólfsson

Þjálfarar
Sigurbjörn Bárðarson
Ísólfur Líndal Þórisson