Opið málþing um stöðu keppnismála - breytt staðsetning

Opið málþing um stöðu keppnismála fimmtud 5 jan. kl.19.30 í Félagsheimili Fáks. Félag tamningamanna heldur málþing um keppnismál. Fulltrúar íþróttadómarafélagsins, gæðingadómarafélagsins og knapa verða með tölu um stöðuna frá þeirra upplifun eftir síðasta keppnistímabil. Og svo gefst fundargestum tækifæri á að fá orðið og hafa áhrif.

Hvernig er staðan?
Hvað er gott?
Hvað þarf að bæta?

Drög að dagskrá:

Dagskrá:
Ca 10 mínútur hver aðili:

  • Halldór Viktorsson HÍDÍ
  • Gísli Guðjónsson GDLH
  • Jakop Sigurðsson fulltrúi knapa
  • Hulda Gústafsdóttir fulltrúi knapa
  • Magnús Lárusson líkamsbeiting hesta
  • Fyrirspurnir
  • 10 mín pása
  • orðið laust
  • Fundarstjóri Sigurður Straumfjörð Pálsson
  • lokaorð/niðurstaða/úrlausnir

Hvetjum dómara og keppendur að mæta, saman getur við gert gott betur:)
Stjórn FT