Opið töltmót í Mána

Hestamannfélagið Máni ætlar að halda Opið töltmót í Mánahöllinni laugardaginn 10.  mars og er mótið ætlað fyrir 17 ára og eldri. Hestamannfélagið Máni ætlar að halda Opið töltmót í Mánahöllinni laugardaginn 10.  mars og er mótið ætlað fyrir 17 ára og eldri.

Hestamenn nú er mál að taka  daginn frá og bruna suður með sjó og taka þátt í skemmtilegu töltmóti þar sem léttur andi svífur yfir vötnum og boðið verður upp á 3 flokka til að velja úr og aðalatriðið er að vera með og taka þátt. 

Skráning verður á mani@mani.is  og á þriðjudagskvöldið 6 mars milli kl 20-22.( Símar: 861-9641, 861-2030, 869-3530,866-0054 og 893-3123  Skráningargjald er kr 2.500 og greiðist við skráningu.  Við skráningu þarf að gefa upp IS númer upp á hvaða  hönd menn fara, grein sem skráð er í  og kortanúmer og gildistíma.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

T1 – Töltkeppni

Einn keppir í einu.

Verkefni:
1. Keppni hefst á miðri skammhlið, riðinn er einn hringur á hægu tölti upp á hvora hönd sem er.
Hægt niður á fet á miðri skammhlið og skipt um hönd.
2. Riðið er af stað á miðri skammhlið á hægu tölti og riðinn einn hringur með greinilegum hraðabreytingum á langhliðum.
3. Frá miðri skammhlið er riðinn einn hringur á yfirferðartölti.

T3 – Tölt

Tveir eða fleiri knapar eru á hringvellinum í einu í þessari keppnisgrein. Hestarnir sýna þrjú verkefni eftir fyrirmælum þular. Þeir hefja keppni upp á þá hönd sem þeir eru skráðir í ráslista
Verkefni:
1. Hægt tölt.
Hægt niður á fet og skipt um hönd
2. Hægt tölt, greinilegur hraðamunur á langhliðum, hægt tölt á skammhliðum..
3. yfirferðartölt.

T7 – Tölt

Í þessari grein eru 2 eða fleiri knapar á hringvellinum í einu. Atriði eru sýnd samkvæmt fyrirmælum þular eins og lýst er í 5.4.2. Þeir hefja keppni upp á þá hönd sem þeir eru skráðir í rásröð.
Verkefni:
Hægt tölt – hægt niður á fet og skipt um hönd
Frjáls ferð á tölti