Óvissuferð Fákskrakka

Mynd: Hilda Karen Garðarsdóttir
Mynd: Hilda Karen Garðarsdóttir
Nú er komið að árlegri óvissuferð Æskulýðsnefndar Fáks en í þetta sinn verður ekki nein óvissa því við uppljóstrum því hér með að blásið verður til skemmtiferðar á Álftanesi sunnudaginn 22. maí n.k. Nú er komið að árlegri óvissuferð Æskulýðsnefndar Fáks en í þetta sinn verður ekki nein óvissa því við uppljóstrum því hér með að blásið verður til skemmtiferðar á Álftanesi sunnudaginn 22. maí n.k.

Stefnt er að því að fara í stuttan, skemmtilegan fjörureiðtúr undir leiðsögn heimamanns. Eftir reiðtúrinn grillum við saman í félagsheimili Sóta og höfum það gott saman. Farið verður af stað kl. 15 og stefnt að því að koma til baka um kl. 20.

Allar nánari upplýsingar um ferðina koma síðar í vikunni en nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda póst á aeskulydsnefnd@fakur.is taka þarf fram hversu margir mæta í reiðtúr og hversu margir mæta í grillið. Séð verður um flutning á hestum fyrir þá sem það vilja. Skráningarfrestur er til hádegis föstudaginn 20. maí. Hvetjum alla til að mæta, eiga skemmtilega stund í nágrenni við forsetann og frú og njóta þess að sjá Perluna frá nýju sjónarhorni.
 
Með kveðju,
Æskulýðsnefnd Fáks.