Ræktendur styrkja landsliðið

Bikar frá Syðri-Reykjum á ísnum í vetur.
Bikar frá Syðri-Reykjum á ísnum í vetur.
Íslenskir hrossabændur eru duglegir að styðja við bakið á landsliðinu okkar í hestaíþróttum og er landsliðsnefnd LH afar þakklát þeim hjálpsömu höndum sem samstarfsaðilar okkar leggja til við að senda okkar lið á mót erlendis, t.a.m. HM nú í sumar.

Íslenskir hrossabændur eru duglegir að styðja við bakið á landsliðinu okkar í hestaíþróttum og er landsliðsnefnd LH afar þakklát þeim hjálpsömu höndum sem samstarfsaðilar okkar leggja til við að senda okkar lið á mót erlendis, t.a.m. HM nú í sumar. 

Ræktendur þessara glæsigripa gáfu landsliðsnefnd folatoll og fjórir tollar eru enn til sölu:

  • Arður frá Brautarholti
  • Bikar frá Syðri-Reykjum - tollur til sölu
  • Spuni frá Vesturkoti
  • Stáli frá Kjarri
  • Sær frá Bakkakoti
  • Þytur frá Neðra-Seli - tollur til sölu
  • Hrannar frá Flugumýri
  • Hrímnir frá Ósi - tollur til sölu
  • Glitnir frá Eikarbrekku
  • Hrynur frá Hrísdal - tollur til sölu
  • Konsert frá Korpu

Með kaupum á þessu tollum er kaupandinn að styrkja landslið Íslands sem halda mun utan á HM2013 í Berlín í byrjun ágúst. 

Landsliðsnefnd LH þakkar ræktendum einstakan stuðning við liðið. 

LH