Ráslistar fyrir lokakvöld meistaradeildarinnar

 

Lokamót Meistaradeildarinnar er í kvöld og því ekki seinna vænna en að birta ráslistana. Í kvöld verður keppt í tölti og skeiði en keppnin hefst kl. 19:00. 

Árni Björn stendur efstur í einskalingskeppninni og lið hans Auðsholtshjáleiga er efst í liðakeppninni. Engir smá hestar eru skráðir til leiks í báðum greinum en á morgun munu mætast fljótustu hestar landsins. Í töltinu eru skráð Árni Björn og Skíma frá Kvistum en þau sigruðu Allra sterkustu fyrir tveimur vikum. Sigurður Sigurðarson keppir á Örnu frá Skipaskaga en þau vöktu mikla athygli í fyrra og voru um stund í landsliðinu. Sigurvegararnir úr fjórgangnum Hulda Gústafsdóttir og Askur frá Laugamýri mæta og Jakob S. Sigurðsson mætir á Gloríu en þau voru í þriðja sæti í fyrra. 

Sigurvegararnir í flugskeiði frá því í fyrra Bjarni Bjarnason og Hera frá Þóroddsstöðum mæta á morgun en þau fóru í gegnum höllina í fyrra á tímaum 5.97 sek. Davíð Jónsson og Irpa frá Borgarnesi mæta líka en þau voru í öðru sæti í fyrra.

Kosning um fagmannlegasta knapann og skemmtilegasta liðið er í fullum gangi þannig að við hvetjum ykkur til að taka þátt. 

Ráslisti