Ráslisti fyrir fjórganginn

Þá eru ráslistarnir klárir fyrir fjórganginn í dag. Hörku spennandi er keppni framundan enda margir af bestu fjórgangshestum landsins skráðir til leiks ásamt nýjum vonarstjörnum. 

 

Minnum á að húsið opnar kl. 17:20. Setningarathöfnin byrjar stundvíslega kl: 18:20 en þar verða liðin kynnt til leiks kl. 18:20 ásamt dómurum og  mun Helgi Björns stíga á stokk. Keppnin sjálft hefst stundvíslega kl. 19:00.

 

Af þeim pörum sem voru í A úrslitum í fyrra mæta einungis tveir en það eru þeir Ólafur Ásgeirsson og Hugleikur frá Galtanesi og Ísólfur Líndal Þórisson og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi. Ólafur og Hugleikur sigruðu örugglega í fyrra og ætla sér eflaust stóra hluti í ár.

 

Hulda Gústafsdóttir var í úrslitum í fyrra á Katli frá Kvistum. Ketill er komin með nýjan knapa í ár en Daníel Jónsson verður á honum. Hulda mætir með nýjan hest enn þó ekki óreyndan á keppnisvellinum, Kubb frá Læk en hann sigraði fjórgang í ungmennaflokki á Reykjavíkurmeistaramótinu.

 

Margir spennandi hestar eru skráðir til leiks og verður gaman að fylgjast með árangri þeirra en margir eru að stíga sín fyrstu skref. Það er líka gaman að sjá að hryssan Aríel frá Höskuldsstöðum á tvo fulltrúa í þessari keppni, Kjarval frá Blönduósi og Arð frá Miklholti, en það gerist ekki oft.

 

Hvetjum fólk til að mæta stundvíslega. Fjöldi tilboð verður í veitingasal Fákasels og er því alveg tilvalið að mæta snemma og fá sér gott að borða fyrir keppni.

 

Dómarar fyrir fjórganginn eru:

 

Sigurbjörn Viktorsson – Sigríður Pjétursdóttir

G. Snorri Ólason – Pétur Jökull Hákonarson

Halldór Victorsson – Steindór Guðmundsson

Friðfinnur Hilmarsson - Sigurður Kolbeinsson

Sævar Örn Sigurvinsson – Páll Bragi Hómarsson

 

Halldór Victorsson er yfirdómari.