Reiðhöll er málið

Greinilegt er að ný reiðhöll Léttismanna á Akureyri hefur gjörbreytt hestamennskunni á svæðinu. Alla vega hvað vetrarstarfið varðar. Fjölbreytt námskeið eru nú í boði og hver sýningin innanhúss rekur aðra. Greinilegt er að ný reiðhöll Léttismanna á Akureyri hefur gjörbreytt hestamennskunni á svæðinu. Alla vega hvað vetrarstarfið varðar. Fjölbreytt námskeið eru nú í boði og hver sýningin innanhúss rekur aðra. Á heimasíðu Léttis hefur nú verið kynnt til sögunnar stór vorsýning í reiðhöllinni, hliðstæð þeim sem lengi hafa verið við lýði í Reiðhöllinni í Víðidal og víðar. Áformað er að þessi sýning verði árlegur viðburður.

Um næstu helgi verður mikið um að vera í Léttishöllinni. Á föstudagskvöldið verður fyrsta mót af fjórum í svokallaðri Kea mótaröð í hestaíþróttum. Um er að ræða mótaröð sem er áþekk Meistaradeild VÍS og KS-Deildinni á Sauðárkróki. Eitt af því sem stór reiðhöll býður upp á að vetrarlagi!

Sjá nánar á www.lettir.is