Reiðnámskeið með Ísólfi

Fyrirhugað er námskeið með Ísólfi Líndal Þórissyni reiðkennara helgina 4-5 febrúar á nýja Gustsvæðinu í reiðhöllinni að Hamraenda 16-18. Hver þátttakandi fær einkatíma á laugardag en 2 tíma á sunnudag þar sem kennt verður í paratímum. Fyrirhugað er námskeið með Ísólfi Líndal Þórissyni reiðkennara helgina 4-5 febrúar á nýja Gustsvæðinu í reiðhöllinni að Hamraenda 16-18. Hver þátttakandi fær einkatíma á laugardag en 2 tíma á sunnudag þar sem kennt verður í paratímum.

Nú þegar hefur verið opnað fyrir skráningu á gustarar.is og ganga verður frá greiðslu til að skráning sé tekin gild. Verð á námskeiði er 20.000 kr.

Athugið að aðeins er pláss fyrir10-12 þátttakendur.

Ísólfur Líndal Þórisson hefur haft tamningar og þjálfun að atvinnu frá 15 ára aldri. Hann hlaut Morgunblaðsskeifuna á Hvanneyri árið 1998 og hann er reiðkennari frá Hólaskóla 2005 þar sem hann hlaut LH-hestinn fyrir hæstu meðaleinkunn í reiðkennslu. Ísólfur kenndi við Háskólann á Hólum frá 2007-2010 en hefur nú flutt aftur heim á Lækjamót til að sinna þjálfun, tamningum og reiðkennslu. Ísólfur hefur átt velgengni að fagna á keppnis- og kynbótabrautinni og heldur reglulega reiðnámskeið víða í Evrópu og í Bandaríkjunum.