Sameinging landbúnaðar- háskólanna ekki verið rædd

„Sameining landbúnaðar- háskólanna hefur ekki verið rædd sérstaklega, alla vega ekki svo ég viti,“ segir Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Menntamálaráðherra segir að verið sé að fara yfir leiðir til að styrkja rekstur skólanna.„Sameining landbúnaðar- háskólanna hefur ekki verið rædd sérstaklega, alla vega ekki svo ég viti,“ segir Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Menntamálaráðherra segir að verið sé að fara yfir leiðir til að styrkja rekstur skólanna. „Sameining landbúnaðarháskólanna hefur ekki verið rædd sérstaklega, alla vega ekki svo ég viti,“ segir Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Menntamálaráðherra segir að verið sé að fara yfir leiðir til að styrkja rekstur skólanna.

Feykir.is segir frá því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafi sagt í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni að báðir skólarnir hafi komið með skuldahala á eftir sér þegar menntamálaráðuneytið tók þá yfir frá landbúnaðarráðuneytinu. Hún útilokar ekki að skólarnir verði sameinaðir öðrum háskólum eða sín á milli.

Enginn fundur hefur þó verið haldinn með stjórnendum skólanna. Ágúst segir hins vegar alveg ljóst að breytingar liggi í loftinu. LBHÍ hafi verið undirfjármagnaður um 10% í mörg ár. Staðið hafi til að lagfæra það, allt þar til kreppan dundi yfir.

„Ég hef ekki fengið nein formleg skilaboð um hvað er í vændum. En það er ljóst að það verða breytingar. Staðan er einfaldlega þannig. Ég sé ekki í fljótu bragði að sameining við Hólaskóla muni skila mikilli hagræðingu. Sú sameining gæti varla orðið með öðrum hætti en sameina yfirstjórnina, og það skilar yfirleitt litlu í peningum talið. Sú leið sem skilar mestu er að leggja eitthvað niður. Það er hinn kaldi veruleiki.“

- Áttu þá von á að hestabrautin á Hvanneyri verði lögð af?

„Nei. Hestabrautin á Hvanneyri er svo lítill hluti af heildar rekstrinum að það myndi engu skila að leggja hana niður. Námið á hestabrautinni er að mestum hluta endurmenntun. Skólagjöldin hafa staðið undir rekstri brautarinnar og vel það. Þannig að ég geri ekki ráð fyrir neinum breytingum þar,“ segir Ágúst.