Sáttmáli um umferðaröryggi á útivistarsvæðum

Hestafólk og fulltrúar annarra vegfarendahópa hafa tekið höndum saman um að fræða almenning um það hvernig allir þessir hópar geti deilt saman heilbrigðri og öruggri útiveru.

Sáttmáli milli hestafólks og annarra vegfarenda um umferðaröryggi var undirritaður í Félagsheimili Fáks í Víðidal 8. maí 2021. Eftirfarandi hópar komu að undirritun sáttmálans:

  • Félag ábyrgra hundaeigenda
  • FÍB – Félag íslenskra bifreiðaeigenda
  • Frjálsíþróttasamband Íslands
  • Hestamannafélagið Fákur
  • Hjólreiðasamband Íslands
  • Horses of Iceland
  • Landssamband hestamannafélaga
  • Samgöngustofa
  • Skíðagöngufélagið Ullur
  • Skíðasamband Íslands
  • Slóðavinir
  • Sniglarnir
  • Vegagerðin
  • Ökukennarafélag Íslands

Við sama tækifæri var frumsýnd fræðslumynd sem unnin var í samvinnu Landssambands hestamannafélaga, Horses of Iceland og Samgöngustofu. Markmið hennar er að fræða aðra vegfarendur um eðli og viðbragð hestsins við áreiti, til þess að minnka áhættu á slysum. Þar er einnig lögð áhersla á að ólíkir útivistahópar geti notið útivistar saman, setji sig í spor hvers annars og kunni að bregðast rétt við.

Á vef Samgöngustofu er að finna upplýsingasíðu um hesta og umferð og mikilvæg öryggisatriði sem hafa ber í huga.

Fræðslumynd um öryggi hestafólks í umferðinni má finna hér.

Sáttmálann má finna hér.

 

  • Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra
  • Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra
  • Jón Gunnar Jónsson forstjóri Samgöngustofu
  • Hjörtur L. Jónsson fulltrúi Slóðavina
  • Sveinbjörn Sigurðsson fulltrúi Skíðasambands Íslands
  • Þorgerður Guðmundsdóttir fulltrúi Sniglanna
  • Óskar Jakobsson fulltrúi Frjálsíþróttasambands Íslands
  • Guðni Halldórsson formaður LH
  • Björgvin Þór Guðnason fulltrúi Ökukennarafélagsins
  • Guðfinnur Hilmarsson fulltrúi Hjólreiðasambands Íslands
  • Arnfríður Inga Arnmundsdóttir fulltrúi Félags ábyrgra hundaeigenda
  • Samgönguráðherra og formaður LH með stóðhestinn Eld frá Torfunesi