Skeiðleikar 26. ágúst

Miðvikudaginn 26. ágúst verða fjórðu og síðustu Skeiðleikar Skeiðfélagsins í ár. Verða þeir haldnir að Brávöllum, félagssvæði Sleipnis á Selfossi og hefst keppni klukkan 19:00. Keppt verður í 100m, 150m og 250m skeiði. Allir Skeiðleikar Skeiðfélagsins eru World Ranking mót. Miðvikudaginn 26. ágúst verða fjórðu og síðustu Skeiðleikar Skeiðfélagsins í ár. Verða þeir haldnir að Brávöllum, félagssvæði Sleipnis á Selfossi og hefst keppni klukkan 19:00. Keppt verður í 100m, 150m og 250m skeiði. Allir Skeiðleikar Skeiðfélagsins eru World Ranking mót.

 

Tekið verður við skráningum klukkan 19:00 - 21:00 mánudaginn 24. ágúst í símum 664 8001 og 897 5439. Einnig er hægt að skrá í gegnum tölvupóst prinsinn@toyotaselfossi.is og marianna@arbae.is. Skráningargjald er krónur
2.500,- á skráningu. Við skráningu þarf að gefa upp kennitölu knapa og ISnúmer hests.

Greiðsla á skráningargjöldum skal hafa farið fram fyrir klukkan 12:00 miðvikudaginn 26. ágúst. Leggja skal skráningargjöld inn á reikning 0586-14-603238 kt. 620606-0140. Hægt er að láta senda greiðslukvittun á ofangreind netföng sé greitt í gegnum heimabanka. Í þeim tilvikum þegar greiðandi er annar en keppandi skal tilgreina kennitölu keppanda í tilvísun kvittunar. Greiðslukvittun er eina gilda sönnun þess að greiðsla hafi farið fram.

Kveðja,
Stjórn Skeiðfélagsins