Skeiðnámsskeið á Hólum

Þórarinn Eymundsson og Lúðvík frá Feti.
Þórarinn Eymundsson og Lúðvík frá Feti.
Hólaskóli - Háskólinn á Hólum auglýsir sérhæft námskeið með áherslu á þjálfun á skeiði. Markmið námskeiðsins er að auka færni og skilning þátttakenda á þjálfun gangtegunda, sérstaklega hvað varðar þjálfun á skeiði. Hólaskóli - Háskólinn á Hólum auglýsir sérhæft námskeið með áherslu á þjálfun á skeiði. Markmið námskeiðsins er að auka færni og skilning þátttakenda á þjálfun gangtegunda, sérstaklega hvað varðar þjálfun á skeiði.


Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja auka færni sína með því að læra af reyndum kennurum við frábærar aðstæður. Kennt verður á skólahesta sem eru sérhæfðir til skeiðkennslu. Kennt verður á ensku. Haldin verða tvö sambærileg fimm daga námskeið: 1. - 5. júni og 8. - 12. júní.


Aðalkennarar á námskeiðinu eru Þórarinn Eymundsson og Mette Mannseth.
Nánari upplýsingar gefur Friðrik Már Sigurðsson, póstfang: n fridrik[hjá]mail.holar.is Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , sími: 455-6342