Skemmtidagskrá Landsmóts

Álftagerðisbræður, kvöldsól og þéttsetin brekka. Það gerist varla betra.
Álftagerðisbræður, kvöldsól og þéttsetin brekka. Það gerist varla betra.
Margir hafa beðið með óþreyju eftir því að afþreyingar- og skemmtidagskrá Landsmóts verði kynnt. Margir hafa beðið með óþreyju eftir því að afþreyingar- og skemmtidagskrá Landsmóts verði kynnt. Sem fyrr er dagskráin fjölbreytt og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, ungir jafnt sem aldnir.
Skagfirðingar kunna vel að skemmta sér eins og segir í vísunni og fjöldi skagfirskra skemmtikrafta mun koma fram, þar má helst nefna Karlakórinn Heimi og Álftagerðisbræður ásamt hljómsveit Geirmundar Valtýssonar og hljómsveitinni Von.
Þá mæta einnig gestasöngvararnir Vignir Snær, Sigga Beinteins, Magni og Jógvan. Hestamenn eru annálaðir söngmenn og brekkusöngurinn verður að sjálfsögðu á sínum stað undir styrkri stjórn Magna Ásgeirssonar. Nú er bara að draga upp söngbækurnar!


Boðið verður upp á glæsilega afþreyingardagskrá fyrir börn  en þar má meðal annars nefna söngvakeppni sem Sigga Beinteins og Magni stýra sem og grill og glens með Friðriki Dór.
Nánari afþreyingardagskrá fyrir börn verður kynnt á næstu dögum.

Ítarlega skemmtidagskrá má finna HÉR.