Skemmtilegt mót í Mosó

Létt og skemmtilegt mót fór fram í Mosó sl. þriðjudag. Mikil spenna var í kappreiðum og var gaman að fylgjast með knöpum og hestum reyna við þrautabrautina sem reyndi mjög á samspil og þjálni. Var ákveðið að setja á svona mótaröð fyrir næsta ár.

Létt og skemmtilegt mót fór fram í Mosó sl. þriðjudag. Mikil spenna var í kappreiðum og var gaman að fylgjast með knöpum og hestum reyna við þrautabrautina sem reyndi mjög á samspil og þjálni. Var ákveðið að setja á svona mótaröð fyrir næsta ár.

Allur ágóði mótsins fór í sérstakan nýstofnaðan viðlagasjóð til styrktar hestamönnum/konum sem lenda í slysi eða glíma við erfið veikindi (betur verður sagt frá sjóðnum síðar).

Þökkum öllum sem hjálpuðu okkur við þetta skemmtilega mót.

Kær kveðja Súsanna, Katarína og Hestamannafélagið Hörður.

Brokk 250m
1.sæti Hulda með tímann 32,60sek
2.sæti Súsanna Katarína með tímann 33,08sek
3.sæti Hafdís með tímann 33,70sek
4.sæti Ragnheiður með tímann 33,75sek
5.sæti Helga með tímann 42,60
6-7.sæti Guðmundur 0
6-7.sæti Kolbrá 0

Stökk 250m
1.sæti Kolbrá með tímann 19,19sek
2.sæti Ragnheiður með tímann 19,50sek
3.sæti Súsanna Katarína með tímann 20,01sek
4.sæti Hulda með tímann 20,50sek
5.sæti Guðmundur með tímann 21,40

Þrautabraut
Eldri flokkur
1.sæti Ragnheiður einkunn 8,6
2.sæti Guðmundur einkunn 5,3
3.sæti Hulda einkunn 5

Yngri flokkur
1.sæti Súsanna Katarína einkunn 6,4
2.sæti Heba Guðrún einkunn 5,4
3.sæti Pétur einkunn 5,3