Skráning á Svellkaldar hefst 27. febrúar

Svellkaldar konur verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal laugardaginn 8. mars n.k. Mótið hefur skipað sér sess sem glæsilegt ístöltmót kvenna og jafnan mikil stemning fyrir mótinu. Keppt verður að venju í þremur styrkleikaflokkum en einungis 100 pláss eru í boði og hafa þau fyllst mjög fljótt eftir að skráning hefst. Hver knapi má einungis skrá einn hest til þátttöku.

Svellkaldar konur verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal laugardaginn 8. mars n.k. Mótið hefur skipað sér sess sem glæsilegt ístöltmót kvenna og jafnan mikil stemning fyrir mótinu. Keppt verður að venju í þremur styrkleikaflokkum en einungis 100 pláss eru í boði og hafa þau fyllst mjög fljótt eftir að skráning hefst. Hver knapi má einungis skrá einn hest til þátttöku.

Skráning hefst kl. 23:59 fimmtudaginn 27. febrúar og mun standa til miðnættis sunnudaginn 2. mars eða þar til 100 skráningum er náð. Skráning fer aðeins fram á vefnum http://skraning.sportfengur.com/, og greiða þarf með greiðslukorti um leið og skráningin fer fram, annars telst skráning ekki gild. Skráningargjaldið er kr. 8.000. Fyrstir skrá – fyrstir fá!

Keppnisflokkarnir eru:

  • Minna keppnisvanar – Hægt tölt og fegurðartölt
  • Meira keppnisvanar – Hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt
  • Opinn flokkur – Hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt

Ekkert er snúið við og öll keppnin riðin upp á vinstri hönd. A og B úrslit í öllum flokkum.

Keppendur eru hvattir til að sýna metnað við flokkaskráningu. Knapi sem sigrað hefur í tilteknum flokki eða komist þrisvar sinnum í A-úrslit í einhverjum flokki, skal færast upp í næsta styrkleikaflokk fyrir ofan.

Til mikils er að vinna á mótinu en sigurvegarar í öllum flokkum hljóta veglega vinninga. Dómarar munu velja glæsilegasta parið úr hópi allra keppenda. Sérstaklega er litið til snyrtimennsku, klæðnaðar og hirðingar hests, samspil knapa og hests og prúðmannlegrar reiðmennsku.

Konur eru hvattar til að taka daginn frá sem og allir hestamenn, en gaman er að mæta í Skautahöllina og hvetja flotta knapa og hesta til dáða. Allur ágóði af mótinu rennur til íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og gefa allir starfsmenn, undirbúningsnefnd og dómarar vinnu sína.

Fjöldi styrktaraðila kemur að mótshaldinu og eru þeim veittar þakkir fyrir.

Fylgist með Svellköldum á Facebook.com, Svellkaldar konur.