Skráning hafin á Kvennatölt Gusts og Landsbankans

Skráning á Kvennatölt Gusts og Landsbankans er hafin á vefnum www.gustarar.is og þar er að finna nánari útskýringar á því hvernig skráningin fer fram en hún stendur til miðnættis 12. apríl nk. Skrá má eins marga hesta og hver vill, en komi knapi fleiri en einum hesti í úrslit skal viðkomandi velja einn hest til úrslitakeppninnar. Skráningargjald er kr. 3.500 á hest. Skráning á Kvennatölt Gusts og Landsbankans er hafin á vefnum www.gustarar.is og þar er að finna nánari útskýringar á því hvernig skráningin fer fram en hún stendur til miðnættis 12. apríl nk. Skrá má eins marga hesta og hver vill, en komi knapi fleiri en einum hesti í úrslit skal viðkomandi velja einn hest til úrslitakeppninnar. Skráningargjald er kr. 3.500 á hest. Boðið er upp á keppni í fjórum flokkum:
1. Opinn flokkur
- opinn öllum sem vilja. Gert er ráð fyrir að reynslumiklir knapar skrái sig í þennan flokk.

2. Meira vanar
- ætlaður konum sem eru töluvert vanar í keppni.

3. Minna vanar
- ætlaður konum sem hafa litla reynslu í keppni, en þó einhverja.

4. Byrjendaflokkur
- ætlaður konum sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisvellinum eða hafa mjög litla reynslu.

ATH!
- Hafi keppandi sigrað í einhverjum styrkleikaflokki kvennatöltsins áður skal viðkomandi færast upp um flokk.
- Hafi keppandi komist þrisvar eða oftar í A-úrslit í einhverjum styrkleikaflokki kvennatöltsins áður skal viðkomandi færast upp um flokk.
Keppendur eru hvattir til að sýna metnað við val á keppnisflokki!

Í byrjendaflokki eru þrír keppendur saman í holli, sýnt er hægt tölt og tölt á frjálsri ferð, ekkert snúið við. Í öllum öðrum flokkum eru tveir keppendur saman í holli, sýnt hægt tölt, snúið við, tölt með hraðabreytingum og svo greitt tölt. A og B úrslit í öllum flokkum.

Aldurstakmark til þátttöku er 18 ár (miðað er við ungmennaflokkinn).

A og B úrslit í öllum flokkum - glæsileg verðlaun, m.a. peningaverðlaun fyrir efstu sætin og prinsessuferð frá Landi og hestum handa glæsilegasta parinu.
Hvetjum allar konur til þátttöku á þessu skemmtilega móti þar sem allar ríkir einstök stemming, gleði og gaman!