Skráningu lýkur á miðnætti mánudaginn 15. febrúar!

Sigurvegarar Svellkaldra 2015, Kristín og Þokki
Sigurvegarar Svellkaldra 2015, Kristín og Þokki

 

Viðburðurinn Ískaldar töltdívur verður haldinn í Samskipahöllinni í Spretti laugardaginn 20. febrúar.

Mótið er haldið til að efla konur til keppni í hestaíþróttum og styrkja um leið landslið Íslands í hestaíþróttum.

Fjórir flokkar verða í boði og því ættu allar konur að finna sér styrkleikaflokk við hæfi:

·         Opinn flokkur (T1) 

·         Meira vanar (T3) 

·         Minna vanar (T7) 

·         Ungmennaflokkur (T3) 

  • Forkeppni í öllum flokkum
  • A-úrslit - 7 efstu eftir forkeppni fara í úrslit.
  • Sigurvegari opins flokks hlýtur þátttökurétt á Allra sterkustu 26. mars næstkomandi.
  • Vegleg verðlaun og aukaverðlaun frá Líflandi og Ásbirni Ólafssyni.
  • Landsmót hestamanna gefur 4 vikupassa sem dregnir verða úr hópi þeirra sem keppa í úrslitum.
  • Glæsilegasta parið valið af dómurum.
  • Skemmtiatriði í hléi
  • Veitingasala
  • Frábær stemning þar sem á annað hundrað metnaðarfullar hestakonur koma saman!
  • Frítt inn!

Landsliðsnefnd LH, dómarar, ritarar, þulir og aðrir starfsmenn gefa allir sína vinnu við viðburðinn til styrktar góðu málefni.

Vonumst til að sjá sem flesta!