Slaktaumatölt á fimmtudag

Ljósmynd: www.meistaradeildvis.is
Ljósmynd: www.meistaradeildvis.is
Næsta grein í Meistaradeild VÍS er slaktaumatölt og fer keppnin fram í Ölfushöllinni á fimmtudaginn. Þetta er þriðja mótið í deildinni og má gera ráð fyrir því að hart verði barist bæði í einstaklings og liðakeppninni. Gaman verður að sjá hver mætir með hvern. Næsta grein í Meistaradeild VÍS er slaktaumatölt og fer keppnin fram í Ölfushöllinni á fimmtudaginn. Þetta er þriðja mótið í deildinni og má gera ráð fyrir því að hart verði barist bæði í einstaklings og liðakeppninni. Gaman verður að sjá hver mætir með hvern. Enn hafa ekki allir knaparnir tilkynnt með hvaða hest þeir munu mæta en í hópi þeirra sem komnir eru eru nokkrir þekktir slaktaumatöltshestar ásamt upprennandi stjörnum í greininni. Ráslistar verða birtir á morgun þriðjudag.

Eins og áður sagði fer mótið fram á fimmtudaginn í Ölfushöllinni og hefst keppni klukkan 19:30. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og 500 krónur fyrir 12 ára og yngri. Miðar verða seldir við innganginn.

Enn er hægt að tryggja sér ársmiða í verslunum Líflands, Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi.