Slaktaumatölt annað kvöld

Búist er við mikilli stemmingu í Ölfushöllinni annað kvöld, en þá gefst einstakt tækifæri til að skella sér á Meistaradeild VÍS á laugardagskvöldi. Fremstu knapar landsins halda áfram baráttu sinni um stig í deildinni og verður engu til sparað, því þeir munu mæta til leiks með marga af flottustu tölturum landsins. Búist er við mikilli stemmingu í Ölfushöllinni annað kvöld, en þá gefst einstakt tækifæri til að skella sér á Meistaradeild VÍS á laugardagskvöldi. Fremstu knapar landsins halda áfram baráttu sinni um stig í deildinni og verður engu til sparað, því þeir munu mæta til leiks með marga af flottustu tölturum landsins.

 

Mótið hefst kl. 19:00 og víst er að margir muni mæta tímanlega til að gæða sér á hinum umtöluðu pizzum sem bakaðar eru á Ingólfskaffi og hafa slegið í gegn á mótum vetrarins.

Miklar endurbætur hafa átt sér stað á húsnæðinu og var nýverið opnuð glæsileg stúka svo betur fari um áhorfendur. Á síðasta móti var húsfyllir eða hátt í 700 manns. Verðið á aðgöngumiðanum er 1.500 krónur og 500 krónur fyrir 12 ára og yngri. Miðar verða seldir við innganginn eins lengi og húsrúm leyfir.

Við hvetjum einnig gesti til að taka með sér auka 1.000 krónur og tryggja sér happdrættismiða Meistaradeildarinnar, en í boði er 15 folatollar undir marga af vinsælustu stóðhestum landsins.