Sölubásar á Hestadögum í Reykjavík

Vikuna 28. mars til 2.apríl verða haldnir Hestadagar í Reykjavík. Laugardagurinn 2 .apríl er einn af stærstu dögunum á hátíðinni, þar sem frítt verður inn í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn. Vikuna 28. mars til 2.apríl verða haldnir Hestadagar í Reykjavík. Laugardagurinn 2 .apríl er einn af stærstu dögunum á hátíðinni, þar sem frítt verður inn í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn.

Laugardagurinn 2 .apríl er einn af stærstu dögunum á hátíðinni, þar sem frítt verður inn í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn.  Þar verður mikið um að vera allan daginn með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna.  Búist er við miklum fjölda í Laugardalinn þennan dag.  Hestaþorp verður staðsett í miðjum garðinum þar sem handverksfólki og öðrum afþreyingarfyrirtækjum stendur til boða að vera með kynningar og sölubása.  Sölubásarnir sem verða á staðnum eru húsin (jólaþorpið) sem er í eigu Hafnafjarðarbæjar. Athugið að aðeins er um einn dag að ræða frá kl 10-17.  Þorpið verður sett upp föstudaginn 1.apríl

Verð fyrir daginn/plássið er kr 7.500,-

Áhugasamir hafið samband við Ingibjörgu sem gefur allar nánari upplýsingar um Hestaþorpið á straumver@gmail.com 

Kveðja
Undirbúningsnefnd Hestaþorpsins