Sölubásar á HM2009 í Sviss

Útflutningsráð Íslands undirbýr nú þátttöku fyrirtækja á sölu- og sýningarsvæði heimsmeistaramóts íslenska hestsins sem að þessu sinni verður haldið í Brunnadern, Sviss dagana 3.-9. ágúst nk. Um er ræða frábært tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að kynna sig og selja vörur sínar meðan á móti stendur. Útflutningsráð Íslands undirbýr nú þátttöku fyrirtækja á sölu- og sýningarsvæði heimsmeistaramóts íslenska hestsins sem að þessu sinni verður haldið í Brunnadern, Sviss dagana 3.-9. ágúst nk. Um er ræða frábært tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að kynna sig og selja vörur sínar meðan á móti stendur.

Heimsmeistaramótið er einn stærsti vettvangur íslenska hestsins um heim allan. Það eru 19 þjóðir sem hafa keppnisrétt á mótinu og gera má ráð fyrir að hátt í 30 þúsund manns komi til með að fylgjast með mótinu þá 7 daga sem það stendur. Líkt og þekkist á landsmóti hér heima er gert ráð fyrir stóru sölu- og sýningarsvæði þar sem fyrirtæki, ýmist tengd hestamennsku eða ekki, geta boðið vöru og þjónustu sína til sölu.

Mótssvæðið er í um 30 mínútna fjarlægð frá St. Gallen. Svæðið sem Útflutningsráð hefur tekið frá, alls 130 m2  er vel staðsett við hliðina á allri matsölu og gefur því besta möguleika á að ná til sem flestra áhorfenda.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á þátttöku er bent á að hafa samband við Aðalstein H. Sverrisson, adalsteinn@utflutningsrad.is eða Berglindi Steindórsdóttur, berglind@utflutningsrad.is og í síma 511 4000.

Bændablaðið/www.bbl.is