Spennandi í Gusti

Félögin eru á fullu að kynna þau námskeið sem boðið verður upp á í vetur og Gustur er eitt þessara öflugu félaga. Félögin eru á fullu að kynna þau námskeið sem boðið verður upp á í vetur og Gustur er eitt þessara öflugu félaga.

Helgarnámskeið með Guðmari

Fyrirhugað er námskeið með Guðmari Þór Pétursyni reiðkennara helgina 21.-22. janúar á nýja Gustssvæðinu í reiðhöllinni að Hamraenda 16-18. Hver þátttakandi fær einkatíma á laugardeginum en á sunnudeginum tvo tíma þar sem tveimur verður kennt í einu.

Nú þegar hefur verið opnað fyrir skráningu á gustarar.is og ganga verður frá greiðslu til að skráning sé tekin gild. Verð á námskeiði er 20.000 kr.

Athugið að aðeins er pláss fyrir 10-12 þátttakendur.

Ríkharður Flemming Jensen

Gsm 896 1066

Klikker námskeið og hestastrætó

Ragnheiður Þorvaldsdóttir reiðkennari verður með "klikker námskeið" eða smellunámskeið í Glaðheimum tvo sunnudaga í febrúar, þar sem hesturinn er þjálfaður með hljóðmerkjum. Þetta er stutt og skemmtilegt námskeið, þú getur kennt þínum hesti hvað sem er með þessari aðferð.

Hestar eru greind dýr. Þeir eru fúsir til að læra og fúsir til að þóknast. Til að búa til þessa galdra notum við litla plast smellu. Smellan gerir áberandi hljóð þegar þú smellir á hana. Hún segir hestinum þínum "Já, þetta er það sem ég vil að þú gerir." Það lofar honum verðlaun fyrir vel unnin störf.

Smellan virkar eins og að smella á myndavél, smella nákvæmlega á þeirri stundu sem hann hefur gert það sem þú vilt.
Hvað er hægt að kenna með klikker? Allt sem þú vilt!
Hestar eru aldrei of ungir eða of gamlir til að læra smellu þjálfun. Allir geta búið til klikker Super Star!

Verð 4.000.- kr. Skráning fer fram hér á síðunni undir val-liðnum "skráning" eða með því að smella hér http://www.gustarar.is/skraning.aspx?mode=add

Stefnt er að því að bjóða upp á hestastrætó frá Kjóavöllum og mun önnur leiðin kosta 350. kr. per hest. Ferðirnar verðar háðar lágmarks fjölda sem er 3-4 hestar í ferð.