Spennandi Stóðhestaveisla framundan í Ölfushöll

Oddur frá Selfossi verður heiðurshestur sýningarinnar. Ljósm.: Eyþór Árnason
Oddur frá Selfossi verður heiðurshestur sýningarinnar. Ljósm.: Eyþór Árnason
Hin gríðarvinsæla Stóðhestaveisla fer fram í Ölfushöllinni á laugardaginn kemur. Fullt var út úr dyrum á Stóðhestaveislu í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki sl. föstudagskvöld og almenn ánægja með það sem þar bar fyrir augu. Hin gríðarvinsæla Stóðhestaveisla fer fram í Ölfushöllinni á laugardaginn kemur. Fullt var út úr dyrum á Stóðhestaveislu í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki sl. föstudagskvöld og almenn ánægja með það sem þar bar fyrir augu. Nú eru línur að skýrast með hvaða hestar munu koma fram á sunnlensku sýningunni, en fremstur í flokki fer Oddur frá Selfossi, heiðurshestur sýningarinnar. Flestir hestanna koma fram sem einstaklingar en einnig verða afkvæmahópar sýndir, t.d. afkvæmi Kletts frá Hvammi. Af einstökum  hestum má nefna þá sjarmatröllin Glóðafeyki frá Halakoti og Þey frá Akranesi ásamt Kolfinni frá Sólheimatungu, mjög svo athyglisverðum fótaburðarfola.
Korgur frá Ingólfshvoli, pardusinn svarti sem sló í gegn á ísnum, mætir á svæðið sem og hinn ofursvali Óskar frá Blesastöðum 1A, en sá á nú nokkrar níur og níufimmur í dómi. Sólmundur frá Hlemmiskeiði 3, Sædynur frá Múla og Hugleikur frá Galtanesi munu sýna sig eins og Vignir frá Selfossi, Þulur frá Hólum og Kórall frá Lækjarbotnum.
Kollaleiru klárarnir Kjerúlf og Flugar mæta sem og hinn hátt dæmdi Hrímnir frá Ósi sem margir bíða spenntir eftir að sjá. Stígandi og Fursti frá Stóra-Hofi eru klárir, Aspar frá Fróni og Snævar-Þór frá E-Fróðholti, allt feikna góðir gæðingar. "Megi mátturinn vera með þér" segir Siggi Matt og mætir með Mátt frá Leirubakka og svo eru það Asi frá Lundum II, Hrafndynur frá Hákoti, Loki frá Selfossi, Hruni frá Breiðumörk, Frosti frá Efri-Rauðalæk ofl. sem gleðja munu sýningargesti. 
Sýningin hefst kl. 15 og er miðaverð kr. 3.500, innifalið í því er 228 síðna stóðhestabók og aðgangur að ungfolasýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem fer fram á sama stað fyrr um daginn. Forsala er hafin í Ástund og hjá N1 á Ártúnshöfða, Hveragerði, Selfossi og á Hvolsvelli. Tryggið ykkur miða í tíma - hingað til hefur alltaf verið uppselt á veisluna!
 
Mynd: