Sprettskórinn heldur kórskemmtun

Sprettskórinn heldur hina árlegu kórskemmtun og ball laugardaginn 22. mars 2014 í félagsheimili reiðhallar Spretts. Á söngskránni verða gamlar perlur í bland við nýjar, einsöngslög og dúettar. Grundartangakórinn verður gestakór á kórskemmtuninni.

Sprettskórinn heldur hina árlegu kórskemmtun og ball laugardaginn 22.mars 2014 í félagsheimili reiðhallar Spretts. Á söngskránni verða gamlar perlur í bland við nýjar, einsöngslög og dúettar. Grundartangakórinn verður gestakór á kórskemmtuninni.

Stjórnandi Sprettskórsins er Atli Guðlaugsson.

Að tónleikum loknum spilar hinn landskunni Hörður Ólafsson (Bassi), fyrir dansi.

Miðaverð á tónleika er 2.500 kr. Miðar seldir við innganginn.

Húsið opnar kl 20:00 og tónleikar hefjast kl 20:30.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Sprettskórinn