Stjórn og landsliðsnefnd LH vilja koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri

Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum óljósar upplýsingar um þátttöku knapa í úrtöku fyrir Heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið verður í Berlín nú í sumar. Úrtaka fyrir þetta mót verður með öllu óbreytt frá því sem hún hefur verið og mun fara fram eftir þeim reglum sem settar hafa verið með “Lykli”, sjá heimasíðu www.lhhestar.is undir landsliðsflipa.

Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum óljósar upplýsingar um þátttöku knapa í úrtöku fyrir Heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið verður í Berlín nú í sumar.  Úrtaka fyrir þetta mót verður með öllu óbreytt frá því sem hún hefur verið og mun fara fram eftir þeim reglum sem settar hafa verið  með “Lykli”, sjá heimasíðu www.lhhestar.is  undir landsliðsflipa. 

 Árétta skal, að öll undirbúningsnámskeið á vegum landsliðsnefndar LH, og önnur mót sem í boði eru fyrir knapa víðsvegar um landið, gilda ekki með neinum hætti til úrtöku fyrir HM í Berlín.

Þátttaka í þessum viðburðum ætti hinsvegar að styrkja og undirbúa knapa fyrir komandi keppnistímabil.