Stjörnutölt Léttis

Anna
Anna

 

Allt frá árinu 2000 hefur Hestamannafélagið Léttir á Akureyri haldið svokallað Stjörnutölt í Skautahöllinni á Akureyri, og segja má að þetta mót hafi brotið blað í hestamennsku á Akureyri, því með tilkomu Skautahallarinnar opnaðist í fyrsta skipti á Norðurlandi möguleiki að halda hestamannamót innanhúss. Hefur Stjörnutöltið notið mikillar vinsælda, sérstaklega framan af og margir glæstir gæðingar og knapar hafa komið þar fram og sigrað.

Allt samstarf Hestamannafélagsins Léttis og Skautafélags Akureyrar hefur alla tíð verið mjög gott  og vilja hestamenn þakka Skautafólki það kærlega.

En tímarnir breytast og nú hefur verið ákveðið að flytja Stjörnutöltið úr Skautahöllinni í Léttishöllina, reiðhöll okkar Léttismanna.

 Stjörnutölt Hestamannafélagsins Léttis  verður haldið Laugardaginn 21. mars n.k.  keppt verður í T1. ( Einn inná í einu.) A – B úrslit.

 Allt að 24 glæstir gæðingar munu þar etja kappi  og stefnt er að sterkustu Töltkeppni sem haldin hefur verið hér á Norðurlandi. Há  peningaverðlaun verða í boði fyrir sigurvegarann sem og önnur glæsileg verðlaun.

Stefnt er að opnu húsi í Léttishöllinni sama dag og sýnikennslu í gæðingafimi.

Nánar auglýst síðar.

Hestamenn takið daginn frá.

Framkvæmdanefnd Stjörnutölts 2015.