Stóðhestavelta landsliðsins - fleiri frábærir gæðingar

Arthúr, Safír, Leynir, Megas, Gljátoppur, Grímur og Auður eru með í stóðhestaveltu til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum. 

Miðasala hefst á tix.is 1. maí og dregið verður úr seldum miðum í beinni útsendingu á facebooksíðu LH. Miðaverð er kr. 40.000, girðingagjald er ekki innifalið.

Arthúr frá Baldurshaga 8,48. Arthúr er litfagur, hátt dæmdur klárhestur og hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir stökk og fegurð í reið og 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, hægt tölt, háls/herðar/bóga, bak og lend og samræmi.

Auður frá Lundum 8,46. Auður er löngu búinn að sanna sig sem kynbótahestur. Hann á fjölda hátt dæmdra afkvæma, þeirra á meðal er Júlía frá Hamarsey.

Megas frá Seylu 8,01. Megas er upprennandi stóðhestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, fegurð í reið og hófa.

Safír frá Mosfellsbæ 8,51. Safír er ungur og upprennandi kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 10,0 fyrir brokk, 9,5 fyrir fegurð í reið og fet og 9,0 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag, hægt stökk, höfuð, háls/herðar/bóga og samræmi.

Gljátoppur frá Miðhrauni 8,11. Gljátoppur er ungur og upprennandi kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi aðeins 4ra vetra gamall 9,0 fyrir tölt, vilja og geðslag og fegurð í reið.

Leynir frá Garðshorni 8,56. Leynir var hæst dæmdi 4ra vetra stóðhesturinn árið 2018 með 8,70 fyrir hæfileika. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt og vilja og geðslag.

Grímur frá Skógarási 8,25. Grímur hefur átt farsælan keppnisferil í fjórgangi og tölti. Hann hefur hlotið 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið, hægt stökk og hægt tölt í kynbótadómi.