Stórmót Funa

Opið stórmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 21.-22. ágúst. Keppt verður í A- og B-flokki, polla-, barna- unglinga- og ungmenna¬flokki og verður forkeppnin með þrjá inni á vellinum í einu. Opið stórmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 21.-22. ágúst. Keppt verður í A- og B-flokki, polla-, barna- unglinga- og ungmenna¬flokki og verður forkeppnin með þrjá inni á vellinum í einu. Einnig verður töltkeppni með tvo inni á velli í forkeppni og kappreiðar með keppni í 100 m flugskeiði, 150 og 250 m skeiði, 300 m brokki og 300 m stökki.

Vegleg peningaverðlaun verða í boði í kappreiðum og tölti, en 1. verðlaun verða 25 þús. 2. verðlaun 15 þús. og 3. verðlaun 10 þús. kr. í þeim greinum nema brokki og stökki, en þar verða 1. verðlaun 15 þús. og 2. verðlaun 10 þús. og 3. verðlaun 5 þús. kr.

Skráning og skráningargjald sendist í seinasta lagi þriðjudaginn 17. ágúst. Skráning sendist til Eddu Kamillu í netfang eddakamilla@hotmail.com, eða síma 899 1757. Við skráningu þarf að taka fram kt. knapa, IS-nr. hests, keppnisgrein og á hvora hönd riðið verði í töltkeppninni. Skráningargjald kr. 1.500- fyrir hverja grein greiðist inn á bankar. 0162-26-3682, kt. 470792-2219. Mótið verður jafnframt gæðingakeppni Hestamannafélagsins Funa.

Mótanefnd Funa.