Stórsýningin "Fákar og Fjör"

Sigursteinn Sumarliðason og Alfa frá Blesastöðum 1A.
Sigursteinn Sumarliðason og Alfa frá Blesastöðum 1A.
Óhætt er að segja að Stórsýningin Fákar og fjör hafi staðið undir væntingum. Þrátt fyrir afföll vegna hósta og eldgoss var þetta hin besta skemmtun. Við Léttismenn þurfum ekki að kvíða framtíðinni þar sem Léttiskrakkarnir undir stjórn Linu Eriksson sýndu mjög skemmtilega sýningu og voru vel ríðandi. Bæði atriði Léttiskrakkanna tókst vel. Skemmtilegt var að sjá Ólaf Svansson og hans fjölskyldu sem og Baldvin Ara og Ágústu dóttur hans.  Kátir voru þeir nú Léttis-karlar í skrautreið sinni og lukkaðist hún vel og er gaman að sjá hve mörg „heima“ atriði voru í sýningunni. Óhætt er að segja að Stórsýningin Fákar og fjör hafi staðið undir væntingum. Þrátt fyrir afföll vegna hósta og eldgoss var þetta hin besta skemmtun. Við Léttismenn þurfum ekki að kvíða framtíðinni þar sem Léttiskrakkarnir undir stjórn Linu Eriksson sýndu mjög skemmtilega sýningu og voru vel ríðandi. Bæði atriði Léttiskrakkanna tókst vel. Skemmtilegt var að sjá Ólaf Svansson og hans fjölskyldu sem og Baldvin Ara og Ágústu dóttur hans.  Kátir voru þeir nú Léttis-karlar í skrautreið sinni og lukkaðist hún vel og er gaman að sjá hve mörg „heima“ atriði voru í sýningunni. Tryggvasynirnir Aron Orri 13 ára og Kristófer Már 11 ára voru hrikalega flottir á þeim Braga frá Kópavogi og Gamm frá Steinnesi og var um það rætt að Bragi væri nú ekki síðri hjá stráknum en hjá Tryggva sjálfum.
 
Glymur frá Innri-Skeljabrekku sýndi sig svo um munaði og er þar á ferð hreint frábær hestur sem er einstaklega fallegur á litinn. Óhætt er að segja að Alfa frá Blesastöðum 1A hafi stimplað sig inn í minni manna í salnum og bíðum við öll spennt eftir því hvað sú gæðingshryssa mun gera á LM í Skagafirði á komandi sumri.
 
Rammi frá Búlandi kom „heim“ í fjörðinn og var gaman að sjá þann lipra hest ásamt Borða frá Fellskoti.
Frændurnir Hrímnir frá Ósi og Þorri frá Möðrufelli voru skemmtileg sýning og gaman að sjá hve ólíkir þeir eru.
 
Litli Garður/ Árgerði voru með ræktunarbúsýningu og voru frábærir hestar þar á ferð. Von frá Árgerði stendur alltaf fyrir sínu ásamt þeim Tristan og Kiljan sem sýndu meistara skeið. En þess má geta að Tristan vann skeiðkeppnina um kvöldið.
 
In memoriam atriðið, þar sem fram komu afkomendur Jóa Konn,  var skemmtileg upplyfting og var þar á ferð bæði grín og alvara. Þeir feðgar Svavar og Finnur Bessi skemmtu okkur með léttum söng og sprelli og Kristján tók Hamraborgina svo að undir tók í húsinu.  Kom það á óvart hve góður hljómur er í reiðhöllinni og er hún greinilega tilvalinn staður fyrir tónleika af þessu tagi.
 
Miklir vekringar mættu til leiks í skeiðinu og hafði Stefán Birgir og Tristan frá Árgerði Sigur úr býtum á tímanum 5,27 en í öðru sæti var Ragnar Stefánsson á og Maur frá Fornhaga á tímanum 5,28  og í þriðja sæti varð Baldvin Ari og Sindri frá Vallanesi á 5,30, eins og sjá má var mjótt á munum hjá þessum efstu hestum.
 
Dansleikur var að sýningu lokinni og var það Tríó Kobba Jóns með snillinginn Stefán Tryggva sér til aðstoðar sem tryllti lýðinn.