Sturlunga á reiðkorti

Ný útgáfa af reiðslóðakorti er komin á netið, http://www.jonas.is/. Fjölgað hefur slóðunum, þær eru orðnar yfir 800. Ný útgáfa af reiðslóðakorti er komin á netið, http://www.jonas.is/. Fjölgað hefur slóðunum, þær eru orðnar yfir 800.

Ný útgáfa af reiðslóðakorti mínu er komin á netið, www.jonas.is. Fjölgað hefur slóðunum, þær eru orðnar yfir 800. Færri eru gróft teiknaðar eftir kortum og fleiri nákvæmlega sýndar eftir ferilpunktum GPS-tækja. Helzta viðbótin er þó sú, að 200 slóðum er nákvæmlega lýst í texta. Til dæmis eru raktar frásagnir úr Sturlungu og skýrt frá sérkennum svæðisins. Mesti kostur safnsins er, að menn hlaða slóðunum inn í sína eigin tölvu og þaðan yfir í eigið GPS-tæki. Aðgangur að reiðslóðakortinu er ókeypis. Notendur mega senda mér hlýjar hugsanir. Muna samt, að engin tækni kemur í stað fyrirhyggju.

 

Jónas Kristjánsson
jonas@hestur.is