Styttist í Stóðhestaveislur!

Alfa og Fláki frá Blesastöðum 1A ásamt Sigursteini og Þórði.
Alfa og Fláki frá Blesastöðum 1A ásamt Sigursteini og Þórði.
Hin árlega stórsýning stóðhestanna, Stóðhestaveislan, verður haldin á tveimur stöðum líkt og í fyrra, í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki lau. 31. mars nk. og í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli lau. 7.apríl nk.  Hin árlega stórsýning stóðhestanna, Stóðhestaveislan, verður haldin á tveimur stöðum líkt og í fyrra, í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki lau. 31. mars nk. og í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli lau. 7.apríl nk. 


Tugir stóðhesta munu koma fram á hvorri sýningu fyrir sig, bæði yngri og eldri hestar, stórstjörnur og nýstirni í bland. Að venju verða höfðingshestar heiðraðir á sýningunum, fyrir norðan verður það Gustur frá Hóli og fyrir sunnan Þorri frá Þúfu. 
Kynning á þeim hestum sem fram koma hefst á næstu dögum, en Stóðhestaveislurnar hafa notið mikilla vinsælda hingað til og verið góð skemmtun. Hestamenn norðan og sunnan heiða eru því hvattir til að merkja við á dagatalinu og tryggja sér miða á þessa viðburði. 
 
Mynd: Kjarval frá Sauðárkróki var heiðraður á Stóðhestaveislu á Sauðárkróki í fyrra og komu afkomendur hans þau Alfa og Fláki frá Blesastöðum fram af því tilefni.