Survive Iceland að hefjast

Survive Iceland eða Þolreið LH hef þann 25. ágúst og mun standa yfir dagana 25-28. ágúst. Survive Iceland er liðakeppni þar sem hvert lið samanstendur af einum knapa, tveimur aðstoðarmönnum og þremur hestum. Á hverjum degi ríður hver knapi um 50-70 km. á tveimur hestum.

Hægt er að lesa sig til um fyrirkomulag keppninnar hér

Liðin sem keppa að þessu sinni eru sex og eru sem hér segir:

Lið Líflands - Hermann Árnason - Ísland
Lið Íslandshesta - Marjon Pasmooij - Holland
Lið Tamangur/Hestalands - Sami Browneller - USA
Lið Eldhesta - Sigurjón Bjarnason - Ísland
Lið Stálnausts - Karri Bruscotter - USA
Lið H. hestaferða -  Emelie Sellberg - Svíþjóð

Hægt verður að fylgjast með gengi knapa á vef hugbúnaðarfyrirtækisins Samsýn: https://surviveiceland.samsyn.is/
Með því að ýta á Menu takkann er hægt að sjá hvar knapi er staddur, hversu langt hann er búinn að ríða og á hvaða hraða hann fer á. 
Gott er að hafa í huga að þar sem er ekki símasamband dettur knapi út en kemur inn aftur um leið og símasamband er komið á aftur og skilar þá ritinn inn leiðinni sem knapi og hestur fóru á meðan símasamband datt út. 

Eftir hvern dag verða færðar fréttir af stöðu knapa og liða á vefsíðu LH.

Fylgist einnig með á Facebook síðu LH og Instagram LH.