Svellkaldar á laugardaginn

Ljósmynd: Jens Einarsson
Ljósmynd: Jens Einarsson
Ístöltsmót kvenna, "Svellkaldar konur" fer fram í Skautahöllinni í Laugardal á laugardaginn kemur 13. mars og hefst mótið kl. 17. Alger sprengja varð í skráningu á mótið og stefnir í hörkukeppni í öllum flokkum. Sigurvegari opna flokksins í fyrra, Lena Zielinski mun freista þess að verja titil sinn, en fær án efa hörkukeppni því flestar bestu reiðkonur landsins eru skráðar til leiks. Ístöltsmót kvenna, "Svellkaldar konur" fer fram í Skautahöllinni í Laugardal á laugardaginn kemur 13. mars og hefst mótið kl. 17. Alger sprengja varð í skráningu á mótið og stefnir í hörkukeppni í öllum flokkum. Sigurvegari opna flokksins í fyrra, Lena Zielinski mun freista þess að verja titil sinn, en fær án efa hörkukeppni því flestar bestu reiðkonur landsins eru skráðar til leiks. Skráning er annars góð í alla flokka, auk þess sem liðakeppni mun fara fram, en dregið verður í liðin af handahófi.
Glæsileg verðlaun eru í boði á mótinu, verðlaunagripir í A-úrslitum og verðlaunapeningar í B-úrslitum, auk fjölda flottra aukavinninga. Sigurvegarar í hverjum flokki fá einnig folatolla undir topphesta sem Hestvit, Þjóðólfshagi, Eysteinn Leifsson og Hrísdalur gefa og Lífland gefur öllum verðlaunahöfum í A-úrslitum burstasett. Sigurvegararnir í liðakeppninni munu fá sérstaka verðlaunapeninga fyrir þann þátt og rósir frá Gísla í Dalsgarði. Að venju verður glæsilegasta parið valið af dómurum og fær knapi þar gjafabréf frá Maríu Lovísu fatahönnuði.
Mótið hefst kl. 17 með forkeppni í flokknum "Minna vanar". Ráslistar og dagskrá verða birt í vikunni. Miðasala verður á staðnum og kostar aðeins kr. 1.000 inn. Allur ágóði af mótinu rennur svo til íslenska landsliðsins í hestaíþróttum að venju.
Stærstu styrktaraðilar mótsins í ár eru: LÍFLAND, HERTZ, VÍS, TOYOTA, ICELANDAIR, ICELANDAIR CARGO, ÍSPAN, BARKI, LOGOS, ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS, KVIKA, EUROPRIS, KÆNAN, KÖKUHORNIÐ og EIÐFAXI.