Svellkaldar - Dagskrá

Mynd HGG
Mynd HGG
Nú styttist í hið geysivinsæla ístöltsmót kvenna "Svellkaldar konur" en mótið fer fram nk. laugardag, 17. mars., í Skautahöllinni í Laugardal í Reykjavík. Nú styttist í hið geysivinsæla ístöltsmót kvenna "Svellkaldar konur" en mótið fer fram nk. laugardag, 17. mars., í Skautahöllinni í Laugardal í Reykjavík.


Hundrað konur eru skráðar til leiks í þremur styrkleikaflokkum og ljóst að um hörkukeppni verður að ræða eins og alltaf. Hestakosturinn er feikna sterkur og barátta verður hörð, enda til mikils að vinna. Glæsileg verðlaun eru í boði, folatollar undir topp stóðhesta til sigurvegara í hverjum flokki, ísfjöðrin frá Mustad fyrir efsta sætið og glæsilegir eignargripir til allra verðlaunahafa. Að auki fjölbreytt aukaverðlaun frá ýmsum styrktaraðilum mótsins.

Dagskráin liggur nú fyrir og er hún eftirfarandi

17:00 Minna keppnisvanar - forkeppni

17:45 Meira keppnisvanar - forkeppni
19:10 Opinn flokkur - forkeppni
MATARHLÉ
20:40 B-úrslit (sama röð og í forkeppni)
21:45 A-úrslit (sama röð og í forkeppni)
23:00 Mótslok

 Dómarar munu einnig velja glæsilegasta parið úr hópi allra keppenda og þar verður litið til snyrtimennsku knapa og hests, reiðmennsku og samspils. Keppendur eru minntir á að þemað í ár er "hálstau" og eru konur hvattar til að skarta fallegu eða frumlegu hálstaui.

 Mótið er haldið til styrktar íslenska landsliðinu í hestaíþróttum og rennur allur ágóði af mótinu óskiptur til liðsins. Allt starfsfólk, undirbúningsnefnd og dómarar gefa vinnu sína. Við hvetjum hestamenn til að fjölmenna Skautahöllina að sjá glæsilega hesta og knapa. Miðaverð er kr. 1.000 og fer miðasala fram við innganginn. Allir velkomnir!

 Mynd:

Erla Guðný Gylfadóttir og Erpir frá Mið-Fossum sigruðu opna flokkinn með glæsibrag í fyrra. Erla eignaðist þriðju dótturina fyrir mánuði síðan og ætlar ekki að vera með í þetta skiptið, en hún er þó farin að ríða út og mun án efa mætt sterk til leiks á komandi mótum. Ljósm.:HGG