Svínavatn-2009 Skráning

Nú styttist í Ís-Landsmótið á Svínavatni laugardaginn 7. mars. Vegleg verðlaun verða í boði m.a. 100.000. kr. fyrir 1. sæti í öllum greinum. Þar sem horfur eru á mikilli þátttöku áskilja mótshaldarar sér rétt til að takmarka skráningafjölda ef á þarf að halda og ræður þá reglan, fyrstur kemur fyrstur fær. Nú styttist í Ís-Landsmótið á Svínavatni laugardaginn 7. mars. Vegleg verðlaun verða í boði m.a. 100.000. kr. fyrir 1. sæti í öllum greinum. Þar sem horfur eru á mikilli þátttöku áskilja mótshaldarar sér rétt til að takmarka skráningafjölda ef á þarf að halda og ræður þá reglan, fyrstur kemur fyrstur fær. Skráningar berist á netfangið gudinga@ismennt.is) í síðasta lagi þriðjudaginn 3. mars. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, nafn knapa,  nafn, uppruni og litur hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og tölt. Skráningargjald eru 3.000. kr. á grein. Greiðist inn á reikning 0307 - 13 - 110496, kt. 480269-7139 um leið og skráð er.

Í boði ergisting fyrir menn og hross víða í héraðinu. Einnig verður sérstök tilboð um helgina á Pottinum og pönnunni á Blönduósi og þar verður kráarstemming bæði föstudags og laugardagskvöld.

Minnum á að fylgjast með heimasíðum Hestamannafélaganna Neista og Þyts oghttp://svinavatn-2009.blog.is þar sem fram koma allar nánari upplýsingar og rásröð keppenda þegar líður að móti.