Þjálfarastyrkir ÍSÍ


Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.
Umsóknarfrestur er til 2. október og er upphæð hvers styrkjar 100.000 krónur. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu ÍSÍ http://www.isi.is/library/Skrar/Efnisveita/Eydublod/umsokn_um_thjalfarastyrk.pdf
Kær kveðja
Ragnhildur Skúladóttir
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands / The National Olympic and Sports Association of Iceland
Sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs
(+354) 514 4000 / (+354) 863 4767
www.isi.is