Þórarinn Eymundsson með kennslusýningu í Borgarnesi

Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu. Ljósm.: HGG
Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu. Ljósm.: HGG
Miðvikudaginn 11. nóvember nk. mun Félag tamningamanna, í samvinnu við hestamannafélagið Skugga, standa fyrir kennslusýningu í reiðhöllinni í Borgarnesi kl. 20. Miðvikudaginn 11. nóvember nk. mun Félag tamningamanna, í samvinnu við hestamannafélagið Skugga, standa fyrir kennslusýningu í reiðhöllinni í Borgarnesi kl. 20. Þórarinn Eymundsson, tamningameistari, mun sýna fjölbreytt vinnubrögð við þjálfun og tamningu, en hann er einn þekktasti knapi og reiðkennari landsins og margfaldur Íslands- og Heimsmeistari. Hann er ekki síst þekktur fyrir reiðmennsku sína á Krafti frá Bringu, en heimildarmynd um þá félaga var nýverið sýnd í kvikmyndahúsum hérlendis og hlaut mjög góða dóma.
Sýningin er öllum opin og er miðaverði stillt í hóf, aðeins kr. 1.500, en skuldlausir félagar í FT og Skugga fá miðann á 1.000 kr.
Kaffiveitingar á staðnum - allir velkomnir!
 
Félag tamningamanna